Yfirgengileg græðgi Eggerts

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Þetta er fyrirtækið sem hótaði fyrir nokkrum dögum að reka starfsfólk eða hækka vöruverð ef það myndi þurfa að greiða svokallaðan kjarasamningsbundinn Hagvaxtaauka á næsta ári.  Kom fram að kostnaðurinn af honum yrði í kringum 300 milljónir hjá fyrirtækinu.

Já, munið að forstjórinn hótaði að hækka vöruverð eða reka starfsfólk ef það þyrfti að greiða Hagvaxtarauka til fólksins á gólfinu.

En orðrétt segir í þessari frétt:  „Smásölufyrirtækið Festi, móðurfélag N1, Krónunnar og Elko, hagnaðist um 2,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,2 milljarða á sama tíma árið áður. Velta félagsins jókst um 15,4% á milli ára og nam 27,1 milljarði. Framlegð af vöru- og þjónustusölu jókst um 18,8% frá fyrra ári og nam 6,9 milljörðum. Þetta kemur fram í uppgjöri sem félagið birti eftir lokun markaða í dag.

Bullandi hagnaður hjá fyrirtækinu, en græðgin er svo yfirgengileg að forstjórinn hótaði að hækka vöruverð eða reka starfsfólk ef það þyrfti að standa við kjarasamninga lágtekjufólks og það í fyrirtæki sem lífeyrissjóðir launafólks á upp undir 70% í.

Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrrverandi varaforseti ASÍ.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi

Ekki missa af...