Vill bjór og léttvín í búðir

„Bjór og léttvín á að vera í búðum. Og Reykjavíkurborg  á að pressa á það því það er betra fyrir sjálfbær hverfi. XD er öflugasti stjórnmálaflokkurinn með víni í búðir. En fer líka með málefni ÁTVR og gerir það illa. Og myndar stjórnir með þeim tveimur flokkum sem eru mest á móti víni í búðir. Þá gerist ekkert.“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson á Twitter. Gísli Marteinn stýrir Vikunni á RÚV, einum allra vinsælasta þætti landsins og stundum þeim umdeildasta. Gísli Marteinn á Tíst dagsins hér á 24.is en þáttastjórnandinn er í hópi þeirra sem vilja að áfengi verði selt í verslunum. Gísli Marteinn segir:

„Í þessu máli einsog öðrum þarf frjálslynt fólk úr öllum flokkum að taka sig saman og berjast fyrir auknu frjálsræði og hætta að skjóta hvert á annað eftir flokkslínum. Það er íhaldið í öllum flokkum sem stendur gegn þessu og aldrei þessu vant er minnsta íhaldið í XD.

Meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu, eftir gamaldags hræðsluáróður í gegnum tíðina. Við vitum að þessi ríkisstjórn er engu að fara að breyta. Beinum spjótum okkar að þessu einkennilega fyrirtæki ÁTVR og þvingum þau til að taka ábyrgð. Og reynum að breyta almenningsálitinu.“

Ekki missa af...