Viðbrögð við umfjöllun um Karlmennskuspjallið: „Hvernig er þetta ekki lögreglumál?“

Umfjöllun 24 um Karlmennskuspjallið hefur farið víða á samfélagsmiðlum og hefur margt hvert orðið verið látið falla í garð hópsins. Greinin birtist við afhjúpun fréttamiðilsins umrædda og er öruggt að segja að margir landsmenn hafi kvatt sinn dóm í máli þessa hóps.

Meðlimir voru rúmlega sjö hundruð og í grúppunni fór fram svæsin og óvægin hatursorðræða. Á síðustu mánuðum hafði fjölgað stöðugt í hópnum og var gengið sífellt lengra í að tala á niðrandi hátt um hina ýmsu minnihlutahópa.

Sækja þurfti sérstaklega um inngöngu í hópinn. Upprunalega átti hópurinn að vera svæði fyrir karlmenn til að ræða karlmennsku og hvað annað sem því tengist.

Ein af reglum hópsins var að umræðan átti að vera uppbyggileg. Fljótlega breyttist umræðan, varð öfgakennd og þolendum kynferðisbrotamála var nánast í engum tilfellum trúað og konur lítillækkaðar á ýmsan hátt. Við leit að hópnum kemur nú aðeins upp villumelding.

Þetta eru brot af þeim umræðum sem mynduðust í kjölfar birtingarinnar.

Fjármálafræðingurinn Edda Falak spyr hvernig orðræðan á hópnum sé ekki lögreglumál.


Ólöf Tara, ein þeirra sem heldur úti aðgerðahópnum Öfgar, segir hópinn vera „það alruglaðasta sem ég hef lesið…“ Í öðru tísti talar hún um meinta ofbeldismenn.


Aðgerðasinninn Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifaði í gær á Twitter vegg sinn að þýðingu á greininni í samhengi við það að einn af stjórnendum hópsins er talsmaður LGB Alliance á Íslandi, samtök sem hefur stundað trans-útilokandi orðræðu.

Tanja Ísfjörð, önnur sem er í aðgerðahópnum Öfgar, var nefnd á nafn í hópnum.  


Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður Karlmennskunnar, var einnig títt nefndur á hópnum og hefur ekki fengið inngöngu þangað, að eigin sögn.


Hrafnhildur Björnsdóttir hefur þetta að segja um að ekki allir meðlimir hópsins séu endilega á sama máli.

*Uppært* Kærði 24 til siðanefndar

Má þess einnig geta að 24 hefur verið kært til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllunina. Kærandi er Huginn Þór Grétarsson, barnabókahöfundur, en hann var virkur meðlimur hópsins allt þar til honum var lokað. 

Huginn Þór var á samsettri mynd yfir meðlimi hópsins en var ekki nefndur á nafn í umfjölluninni sjálfri. Huginn var mjög virkur á karlmennskuspjallinu og alltaf stóð til að birta hin ýmsu ummæli eftir Huginn í umfjölluninni enda af nægu að taka. 

Í kæru sinni segir Huginn Þór víða ráðist á sig vegna myndbirtingarinnar. „Ég hyggst ekki eyða miklum tíma í kvörtun sem þarf ekki mörg orð, er augljóslega siðlaus árás á hóp einstaklinga sem eru eins ólíkir og þeir eru margir, þó fáeinir kunni að láta óheppileg orð falla, þá smyrja blaðamenn mig við slík ummæli með myndbirtingu.“

Sjá einnig: „Algjör aumingjaskapur. Lúffarar“

Ekki missa af...