Við megum ekki bregðast

Mér til mikillar furðu gengur eiturlyfjafrumvarp Svandísar aftur í þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar. Þar segir:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (afglæpavæð­ing neyslu­­­skammta).

Frumvarpið felur í sér breytingu á ákvæði laganna um vörslu og meðferð á þann hátt að heimila vörslu ávana- og fíkniefna sem teljast til eigin nota. Endurflutt með breytingum. Febrúar.

Nei, kæru vinir, þetta má aldrei verða. Verndum æskufólk landsins fyrir eitrinu.

Verndum unga fólkið

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geta ekki verið þekktir fyrir að hleypa þessu gegn um ríkisstjórn sem stjórnarfrumvarpi. Stjórnarandstaðan er sem lémagna, þið verðið að láta í ykkur heyra. Stöðvum þessa herferð gegn íslenskum æskulýð. Verndum unga fólkið í landinu okkar fyrir eitrinu. Þetta er undir okkur komið því við höfum ekki styrk á Alþingi til mótvægis.

Ríkisstjórnin áformar eiturefnaherferð gegn íslensku æskufólki: Endurflutning á eiturefnafrumvarpi Svandísar. Æskufólkið á enga vörn nema okkur.

Ég bið ykkur standa með æskulýð landsins okkar og tala gegn eiturefnum í garð ungs fólks. Á Alþingi er ekki viðnám sem dugir.

Við megum ekki bregðast.

Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins

Ekki missa af...