Var það indverska prinsessan Leoncie eða David Hasselhoff?

Fyrsti þáttur spurningahlaðvarpsins Trivialeikarnir fór í loftið á dögunum og hefur notið mikilla vinsælda síðan.

Hlaðvarpið er framleitt af Daníel Óla Ólafssyni, læknanema og Gettu Betur þjálfara til margra ára. Hann sér um að semja spurningarnar og spyrja þeirra, um stigavörslu og dómgæslu. Tvö tveggja manna lið keppa um stigin en hlustendur eru hvattir til að spreyta sig líka.

Spurningarnar eru fjölbreyttar og miserfiðar, eins og sést í upphafi fyrsta þáttar. Keppendur að þessu sinni eru Magnús Hrafn Einarsson og Stefán Geir Sveinsson á móti Arnóri Steini Ívarssyni og Jóni Hlífari Aðalsteinssyni.

Daníel Óli er spyrilll og stjórnandi Trivialeikanna.

HVER SAMDI PLÖTUNA?

Daníel byrjar keppnina á upphitunarspurningum sem eru ekki neinna stiga virði. „Ég nefni nafn á stúdíóplötu og þið þurfið að segja mér hvort þetta sé plata frá David Hasselhoff eða frá Leoncie, indversku prinsessunni,“ spyr Daníel Óli.

Spurt er um plöturnar Hooked on a Feeling, Looking for Freedom, Sexy Loverboy, Wild American Sheriff, A Real Good Feeling og loks Love Message from Overseas.

Keppendur stóðu sig misvel í svörun og þótti hver einasta plata vera mikill heilabrjótur.

„Þarna gæti annað hvort Leoncie verið að syngja um einhvern sexy loverboy, eða Hasselhoff er að syngja um sjálfan sig,“ sagði Magnús Hrafn þegar spurningin var borin upp.

„Nú er ég ekkert viss lengur,“ sagði Arnór Steinn þegar spurt var um Wild American Sheriff.

„Þetta er Hasselhoff-legasti titill sem ég hef heyrt á ævi minni en á sama tíma er þetta mjög Leoncie-legur titill.“

„Ég hélt að öll svörin væru Hasselhoff,“ sagði Jón Hlífar. „En ég var þarna á Catalinu árið 2013 þegar Leoncie tók lagið og ég man ekki eftir neinu Wild American Sheriff lagi þar.“

Þátttakendur furðuðu sig á því hvað bæði David Hasselhoff og Leoncie eru búin að gefa út margar plötur. „Ég held að David Hasselhoff sé með einhverjar fimmtán stúdíóplötur, þessi ferill spannar áratugi,“ sagði Daníel Óli.

Heldur þú að þú náir sex réttum?

Hooked on a Feeling

Looking for Freedom

Sexy Loverboy

Wild American Sheriff

A Real Good Feeling

Love Message from Overseas

ALLT GETUR GERST

Trivialeikunum er skipt upp í fjóra hluta, fyrst eru fjórtán flokkaspurningar, svo eru tíu bjölluspurningar, svo þrepaspurningar þar sem lið hafa tækifæri á að safna að sér stigum og loks þríþraut.

Næsti þáttur er væntanlegur og verða sömu lið þar.

Þá spyrjum við ykkur, hvort var það Leoncie eða Hasselhoff sem gaf út plötuna WILD AMERICAN SHERIFF

ÞÁTTINN MÁ HEYRA Í HEILD SINNI HÉR AÐ NEÐAN GEGNUM SPOTIFY HLEKK. Þátturinn er einnig aðgengilegur á iTunes og helstu hlaðvarpsveitum.

Ekki missa af...