Typpið er tabú

Brynjar Níelsson skrifar:

Ég hef greinilega gengið aðeins of langt í sögum úr líkamsræktinni. Laug blygðunarlaust upp á saklausan baðvörð sem hefur orðið fyrir aðkasti og treystir sér ekki í vinnuna lengur. Ég var bara að opna umræðuna um typpið, sem hefur verið hálfgert tabú og einkennst af neikvæðni og fordómum.

Það má ekki einu sinni taka myndir af typpum, hvað þá deila þeim. Svo gengur maður um Ráðhúsið og þá blasa við manni óumbeðnar píkumyndir. Mér finnst þetta vera jafnréttismál.

Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá finnst mér Bubbi bæði fyndinn og skemmtilegur. Hann á fyndnustu setningu á fésbókinni sem ég hef lesið þegar hann sagði mig vera torfbæ í jakkafötum. Tær snilld og heilmikill sannleikur í þessari stuttu setningu.

Ég er bara að atast í Bubba í von um að hann semji um mig ljóð eða dægurlagatexta.

Er að vísu að verða úrkula vonar um að það gerist.

Eftir // Brynjar Níelsson – Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður

Ekki missa af...