Á ÞESSUM DEGI… 25. OKTÓBER

Árið 1983…

Fyrsta útgáfan af ritforritinu Word kom út á MS-DOS tölvuna.

Þrátt fyrir að vera frumstæð útgáfa af því sem margir nota daglega í dag þá nota margir rithöfundar ennþá MS-DOS ritforrit eins og Word. Þar á meðal er George R.R. Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókaflokksins. Sjónvarpsserían Game of Thrones er byggð á bókaflokknum.

Árið 1947…

Austurbæjarbíó var formlega opnað. Húsið stendur enn við Snorrabraut í Reykjavík og var reist af nokkrum athafnamönnum í Reykjavík á árunum 1945 til 1947. Salurinn tekur um 520 manns í sæti á einu gólfi. Hann var innréttaður með tilliti til tónlistarflutnings og fyrir framan kvikmyndatjaldið var svið sem gat borið 40 manna hljómsveit.

1955 til 1975 var skemmtistaðurinn Silfurtunglið rekinn á efri hæð hússins. Sambíóin eignuðust síðan Austurbæjarbíó 1985 og 1987 var nafni hússins breytt í Bíóborgin. Árið 2002 var kvikmyndasýningum hætt í húsinu og var ætlunin að rífa húsið og reisa þar fjölbýlishús. Hætt var við þær áætlanir og húsið hefur síðan verið nýtt sem leikhús og samkomuhús. Þar hafa meðal annars verið settir upp nokkrir vinsælir söngleikir síðustu ár. 2014 var fyrsta þáttaröðin af Ísland Got Talent tekin þar upp.

2017 Fékk Aust­ur­bæj­ar­bíó síðan nýtt hlut­verk sem gluggi fyr­ir er­lenda ferðamenn inn í ís­lenska sögu, nátt­úru og sam­fé­lag þá opnaði safnið „Tales from Ice­land“ sem er á tveimur hæðum. Salurinn er enn notaður sem samkomuhús og fyrir tónleika.

Árið 2010…

Fórust yfir 400 manns í jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir vesturströnd Súmötru.

Ekki missa af...