Þóru sagt til syndanna – Deildi samskiptum úr spjalli við Þóri: „Mér leið smá óþægilega“

Viðbrögð almennings við þætti Kveiks í gær eru meðal flestra að þar hafi Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, farið yfir strikið. Í þættinum tók Þóra viðtal við Þóri Sæmundsson leikara sem varla er hægt að kalla annað en drottningaviðtal. Líkt og frægt er orðið var Þórir rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir að senda typpamyndir á ólögráða stúlkur.

Viðtalið við Þóri snerist þó að miklu leyti um viðtal hans við DV árið 2017. Í því viðtali viðurkenndi hann að allar sögusagnirnar um hann, sem þá fóru eins og eldur í sinu, væru sannar. Viðtalið er ítarlegt en þar fór Þórir yfir víðan völl og viðurkenndi að vera kynlífsfíkill. Þrátt fyrir að gefa sig út fyrir að stunda „rannsóknarblaðamennsku“ þá virðist Þóra ekki hafa rætt við þolendur hans. Í það minnsta segist ein þeirra mjög ósátt með viðtalið við hann á Twitter.

Í samtali við 24 segist hún vera ósátt við umfjöllun Kveiks. Hún vildi ekki ræða um Þóri sjálfan en beindi reiði sinni að RÚV fyrir að fjalla um málið á þennan hátt. Hún skrifar:

„Ég var 16 ára og hann 36 ára, hann notfærði sér það. Hann vissi hvað ég var gömul. Hann reyndi að followa mig á insta um daginn mörgum árum seinna, ældi næstum upp í mig. Fer svo að grenja í viðtali og lætur eins og kjáni og fórnarlamb. Dreptu mig ekki #kveikur“.

Viðtalið áðurnefnda í DV birtist undir lok árs 2017 en þá höfðu sögusagnir um Þóri gengið fjöllum hærra í nokkra mánuði. Þá skein frægðarsól hans hvað skærast. Veturinn áður lék hann Badda í Djöflaeyjunni og sýningar voru nýhafnar á Í hjarta Hróa hattar þar sem hann lék titilhlutverkið.

Þóri hafði tekist að forðast umfjöllun fjölmiðla með því að um mál sitt en þegar Ari Matthíasson, þá Þjóðleikhússtjóri, sagði honum upp í nóvember 2017 var öllu því snúið við. Ber að geta að þegar Ari sagði Þóri upp störfum hafði hann þá áður fengið aðvörun fyrr um árið.

Sú áminning kom um vorið en þá barst Ara kvörtun vegna kynferðislegra mynda sem Þórir hafði sent á ungar stúlkur. Þórir bar fyrir sig að hann hefði verið nýkominn úr sturtu þegar hann sendi myndina. Ari sagði honum að þetta gengi ekki og væri óviðeigandi en lét duga að veita honum áminningu. Um haustið fékk Ari enn verri kvörtun en þá hafði Þórir sent mynd þar sem hann hélt utan um getnaðarlim sinn í fullri reisn. Þá mynd hafði hann sent á stúlku sem var ekki orðin 18 ára. 

„LÚMSKT AÐ HÓTA MÉR AF ÞVÍ AÐ ÉG KALLAÐI HANN PERRA“

Tómas Gauti Jóhannsson, handritshöfundur, deildi samskiptum sínum við Þóri á Twitter. Það var í júlí síðastliðnum sem hann sá tíst þar sem Steingrímur Arason deildi samskiptum sínum við Þóri á Messenger. Tómas svaraði með sínu eigin tísti.

Þórir svaraði honum um hæl og vandaði honum ekki kveðjurnar.

Tómas segir í samtali við 24 að hann hafi krafist útskýringar á því hvers vegna hann var sagður vera perri. „Ég hef áður fengið svipuð skilaboð frá tröll. Svona óþægilegir undirtónar að vilja hitta mig en það væri „ekki sniðugt kannski“. Mér leið smá óþægilega. En ég hef séð þessa taktík áður. Ég skildi hann þannig með hvernig hann sagði hlutina að hann væri þarna lúmskt að hóta mér af því að ég kallaði hann perra.“

Hann minnist á að Þórir sýni enga iðrun í samskiptum sínum né í viðtali. „Þegar ég sá að hann væri að fara í viðtal hjá Kveik þá var ég hissa en hélt kannski hann yrði challenged. En þetta er nákvæmlega sama viðhorf og hann er með við mig.“

Umræðan og samtalið um þetta mál er mikilvægt. „Hvenær fólk á afturkvæmt. En bara vinnubrögð og gerð þáttarins fær allavega mínusstig. Maðurinn sendir mér óþægileg skilaboð fyrir það eitt að kalla sig perra. Ég hugsa þá einfaldlega hvernig hefur hann háttað samskipti sín við þolendur.“

„…Svo kemur þetta „En…““

Í símaviðtali við Síðdegisútvarpið kom Þóra viðtalinu til varnar, meðal annars á þeim forsendum að Þórir hefði ekki verið kærður til lögreglu. „Við notum hugtakið „misstigið sig“ meðvitað því að við erum ekki að tala um lögbrot, kynferðisbrot eða ofbeldisbrot eða réttarkerfið. Heldur er það þetta stóra gráa svæði þar sem fólk hagar sér með ósæmilegum hætti, fer yfir mörk, það er óþægilegt og asnalegt, því brestur dómgreind í samskiptum, það kannski áttar sig ekki á þeim breytingum sem eru að verða í samfélaginu,“ segir Þóra.

„Nú er ég miðaldra húsmóðir í Hafnarfirðinum og okkar kvennabarátta var með ákveðnum hætti sem skilaði ákveðnum árangri en svo kemur þessi yngri kynslóð sem þolir ekkert rugl og endursetur viðmiðið, sem er frábært og ferskt, en svo kemur þetta „En…“. Það eru kannski ekki allir búnir að fá minnisblaðið og maður samþykkti að ræða við okkur sýndi sannarlega af sér dómgreindarbrest en ég held samt að við verðum að sýna umburðarlyndi og fyrirgefningu við þá sem gera yfirbót.“

Þórir hefur í kjölfar umræðunnar tjáð sig en fámáll í færslu á Facebook-síðu hans, þar segir hann: „Erfiðasta atvinnuviðtalið“.

Ekki missa af...