Þökkum þessu óeigingjarna fólki fyrir – Ótrúlegt starf velferðarsvið

Það eru að verða komin tvö ár af faraldri – og okkur þykir öllum nóg um. Í umræðunni ber lang hæst staðan í heilbrigðiskerfinu og má segja að annað augað sé á Landspítalanum en hitt á smittölunum – alla vega í opinberri umræðu. Mig langar að minna á það ótrúlega magnaða starfs sem framlína borgarinnar og sveitarfélaganna er að sinna í velferðarþjónustu og skólastarfi á tímum heimsfaraldurs.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur unnið magnað starf í gegnum allt þetta ástand og staðið af sér mjög mikla erfiðleika í mönnun og endurskipulagningu í stóru og smáu. Þar er sannarlega allt í járnum í núverandi stöðu og má lítið út af bregða. Umfangið er jafnframt miklu meira en flestir átta sig á. Starfsfólkið okkar sinnir um 1.200 einstaklingum í heimahjúkrun og 3.500 heimilum í heimaþjónustu fyrir utan öll sérhæfðu búsetuúrræðin, þjónustu við fatlað fólk, einstaklinga sem búa við heimilisleysi og leita til gistiskýla okkar og þannig mætti áfram telja.

Þetta magnaða og umfangsmikla starf ratar sjaldnast í fyrirsagnir nema þegar eitthvað út af bregður – sem er satt best að segja ekki algengt heldur. Ég vil hvetja alla sem verða á vegi starfsfólks í velferðarþjónustu að víkja að þeim orði, þakklæti og hvatningu og vil hér mér sjálfur senda því einlægar þakkir fyrir framúrskarandi frammistöðu síðustu mánuði og misseri.

Takk! Þið eruð stórkostleg!

Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur

Ekki missa af...