Þetta verður allt viðbjóðslegra með hverjum deginum sem líður

Björn Birgisson skrifar:

Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar, segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi.

Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna.

Ekkert?

Hvað um að 10 frambjóðendur hafi ekki vitað hvort þeir væru inni eða ekki?

Er það ekkert?

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata, skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið og því ber sérstaklega að fagna að einhver standi í lappirnar í þessu skítamáli.

Fyrsta fundi kjörbréfanefndar lauk nú síðdegis, en það er sama nefndin og vann allan undirbúninginn!

Skemmtileg tilviljun!

Birta á tæplega hundrað blaðsíðna greinargerð undirbúningskjörnefndar um kosningarnar í Norðvesturkjördæmi fljótlega.

Já, sæll!

Þarf virkilega 100 blaðsíður til að ljúga því að fólki að allt sé þetta nú í góðu lagi og ekkert hafi þarna haft áhrif á úrslit kosninganna?

Þetta er orðið margra ælupoka dæmi!

**********

Svandís Svavarsdóttir sagði það liggja fyrir að varðveisla kjörgagna hafi ekki verið fullnægjandi í Norðvesturkjördæmi og nefndinni hafi ekki tekist að fullvissa sig um að ekki hafi verið átt við þau.

Nú, já!

Þá grunar hana að svindlað hafi verið – eða öllu heldur telur hún að svo hafi verið!

Hún sagði að ólík afstaða Vinstri grænna annars vegar og fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins hefði ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarf þeirra.

Nú?

Bara engin áhrif!

Hvernig veit hún það?

Vegna þess að búið er að semja um þetta á bak við tjöldin.

VG fær leyfi húsbænda sinna til að kjósa með uppkosningu eingöngu vegna þess að búið er að semja við Flokk fólksins um að tryggja meirihluta við að samþykkja hneykslið sem önnur talningin var.

Þetta verður allt viðbjóðslegra með hverjum deginum sem líður.

Það brakar í lýðræðinu.

Björn Birgisson er kennari og fyrrverandi ritstjóri.

Ekki missa af...