Þetta sögðu Íslendingar um Skaupið: „GÆSAHÚÐ!“

Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt í jákvæðari kantinum þetta árið, af fyrstu tístum landsmanna að dæma.

Í Skaupinu var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp það undarlega ár sem 2021 var, líkt og árið áður. Á klukkutímanum var gert stólpagrín að grímuskyldu, áhrifum heimsfaraldursins á íslenskt samfélag; allt frá afléttingum takmarkana til mismunandi tegunda bóluefna, að ógleymdum mannaferðum að eldgosinu í Geldingadölum. Þá voru einnig tekin skot á Kastljós, íslensk hlaðvörp, Lilju Alfreðsdóttur, Squid Game, Þjóðhátíð, svo dæmi séu nefnd.

Höfundar Áramótaskaupsins þetta árið eru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal leikstýrir Skaupinu líkt og í fyrra.

Að venju streymdu inn líflegar athugasemdir á Twitter, fjölmörg undir myllumerkinu #skaupið, sem Íslendingar létu falla á meðan grínið var sýnt á RÚV.


Hér má sjá brot af því besta á samskiptamiðlinum Twitter um Skaupið.

Voruð þið fleiri?

Lilju var greinlega gerð góð skil í kvöld!

https://twitter.com/selmalaraa/status/1477049485238882312?t=LltCw-rt_roLppiVlDb-UQ&s=19&fbclid=IwAR3NfEBTzm7v3WeJCFO7EUUQD1a6INIB4wNi-jVB-CQeWmJkFyEuu0g5dWg
Hann vakti það mikla athygli í fyrra, varð hann ekki að snúa aftur?
Skilyrði? Þið metið það.
Ert þú á sama stað?
Orð segir meira en … þúsund orð?
Æði drengirnir vöktu greinilega æðislega athygli!
Flokkur Fólksins fékk athygli í ár!
Þurftu fleiri að útskýra OnlyFans fyrir ömmum/öfum?
Er hann á villigötum? Er þetta tímalaus hefð?
Sammála? Ósammála?
Njálssaga í módernískum búning virðist ætla slá öll met.
Hljómsveitin Flott slær í gegn hjá Gísla Marteini OG í Skaupinu, hvað er næst?
Batnandi mönnum er best að lifa?
Einn af handritshöfundum og leikurum þurfti aðeins að létta á pressunni…
Ég meina, það geta ekki allir verið sammála um allt.

Ekki missa af...