Svona var Ísland og svona er Ísland

Þessir dómarar kváðu upp dóminn í Geirfinns- og Guðmundarmálinu 1978: Benedikt Sigurjónsson (d. 1986), Björn Sveinbjörnsson (d. 1988), Logi Einarsson (d. 2000), Ármann Snævarr (d. 2010) og Þór Vilhjálmsson (d. 2015).

Þór lést í október 2015. Í febrúar 2017 féllst endurupptökunefnd á beiðni erfingja Sævars Marinós Ciesielski um endurupptöku á málinu. Í endurupptökunni fór saksóknari fram á sýknu. Sævar lagði fyrst fram beiðni um endurupptöku í nóvember 1994. Þá voru þrír af fimm dómurum í málinu enn á lífi. Endurupptakan fékkst þegar þeir voru allir látnir.

Það er auðvitað skýringin á því hversu lengi var beðið með óhjákvæmilegar lyktir þessa máls. Kerfið taldi virðingu dómaranna meira virði en réttlætið sem sakborningar óskuðu eftir. Svona var Ísland og svona er Ísland.

Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands

Ekki missa af...