Svona skiptast ráðuneytin: Sjálfstæðisflokkurinn fær flest, VG fæst

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fór yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Skipting ráðuneyta er með þeim hætti að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðuneyti, Framsóknarflokkurinn fjögur ráðuneyti og Vinstri græn frá þrjú ráðuneyti. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráðherra.

Skipting ráðuneyta verður með eftirfarandi hætti:

Sjálfstæðisflokkur fær fimm ráðuneyti sem og forseta þingsins. Ráðuneytin eru:

Utanríkisráðuneytið.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Innanríkisráðuneytið, dómsmál-, hælisleitendur, netöryggi og tengd mál.

Loftlags- og orkumálaráðuneyti.

Nýsköpunar,- viðskipta, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

VG fær 3 ráðuneyti en þau eru eftirfarandi:

Forsætisráðuneyti.

Félagsmálaráðuneyti.

Matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti.

Framsóknarflokkurinn fær fjögur ráðuneyti og eru eftirfarandi:

Heilbrigðisráðuneyti.

Innviðaráðuneyti með. samgöngu-,sveitarstjórnar-, húsnæðis og skipulagsráðuneyti.

Ferða- og menningarmálaráðuneyti.

Skólamálaráðuneyti með samþættingu barna við skólamál.

Ekki missa af...