Suður eða vestur? – „Ég er að nálgast fimm ára veru á Ísafirði og ég skil enn hvorki upp né niður í þessu“

Tíst dagsins á doktorsneminn og líffræðingurinn Daniel P. Govoni, en hann furðar sig á teygjanlegri notkun Íslendinga á höfuðáttunum.

„Ég er að nálgast fimm ára veru á Ísafirði og ég skil enn hvorki upp né niður í þessu.“

Það er staðreynd að Íslendingar tala um að fara vestur til Ísafjarðar, þrátt fyrir að bakaleiðin sé vissulega kölluð suður.

Í myndrænu samhengi gengur þetta engan veginn upp. Glöggt er gests augað.

Hugtakanotkunin er útskýrð í athugasemdum, þar segir ein:

„Þetta er vegna þess að í gamla daga þegar maður sigldi frá Reykjavík var siglt til vesturs, ekki norðurs.“

Annar kemur með dæmi um það að frá Reykjavík og í áttina að Selfoss er kallað austur, en bakaleiðin er kölluð suður.

Ekki missa af...