Stúdering á Svörtu söndum – Úr fjöru í alvöru

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson grandskoða sjónvarpsseríuna Svörtu sanda í sameiningu, í 8 hlutum, í gegnum hlaðvarpsþættina SANDKORN.

Tómas skoðar hvern þátt út frá sjónarmiði neytandans og spyr leikstjórann spjörunum úr og veitir engan afslátt í yfirheyrslum sínum; beint frá áhorfanda til skaparans.

Sýningar á þáttunum hófust á Stöð 2 á jóladag, 25. desember. Baldvin Z leikstýrir fyrir Glassriver, en auk hans skrifa Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

Aníta, þrítug lögreglukona, tekur að sér starf á æskuslóðum hennar sem er eina staðan sem henni býðst eftir að hafa verið neydd til að segja upp í Reykjavík. Hún hefur ekki komið í þorpið í 14 ár, sem er orðið túristagildra, umkringt svörtum söndum. Verst af öllu er að hún þarf að flytja inn til móður sinnar, Elínar, en samband þeirra er í molum í skugga erfiðrar fortíðar.

Þegar Aníta kemur í bæinn finnst lík ungrar konu við sandfjöruna, sem virðist hafa hrapað af bjarginu fyrir ofan ströndina. Rannsókn á málinu hefst ásamt núverandi lögreglustjóranum Ragnari, þorpslækninum Salomon og lögregluteyminu á staðnum. Ekkert saknæmt virðist hafa átt sér stað fyrr en vinkona hinnar látnu finnst seinna um kvöldið, hrakin og alblóðug.

Á meðan rannsóknin heldur áfram að vinda upp á sig endar Aníta í miðju eldheits ástarþríhyrnings sem er ekki að einfalda málin fyrir henni. Það kemur í ljós að lögreglan á staðnum hefur ekki sinnt rannsóknum sem skyldi og möguleg tengsl eru á milli fleiri mála. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð.

ÞÁTTUR 1Upphafið, söguleg rassamæling og Tvídrangar með mömmu

Í fyrsta þætti Svörtu sanda kynnumst við helstu persónum sögunnar; Anítu, Elínu, Salómon, Fríðu, Gústa og Ragnari.

Til að gefa tóninn á upphafi þáttanna og þeirra framvindu, ræðir Baldvin hér ýmsar upphafssögur, hvernig Tvídrangar mótuðu hans feril, hvernig tilurð Svörtu sanda og hljóðheimar þeirra lýsa sér, en þess að auki ræðir leikstjórinn um rassamælingarsenu sem að öllum líkindum brýtur blað í geira íslenskra morðsagna og sé jafnvel fyrst sinnar tegundar.


Þá koma einnig upp umræður um táknmyndir, falin páskaegg, vísbendingar og helstu uppskriftir rauðsílda.


YouTube hlekkur:

ÞÁTTUR 2 – BROSTU BARA OG HALTU PARTÍ!

Í öðrum þætti eru rauðsíldarpælingar teknar á næsta stig á meðan andrúmsloftið á Glerársandi kraumar enn fremur með partíhaldi í nánd. Baksögur fara hægt og bítandi að skýrast en þó eru merki um að aðalsöguþráðurinn eigi enn eftir að skýrast.

Tómas og Baldvin velta fyrir sér partísenur, svokallað „exposition“ í handritsgerð og gildrur slíkra reglna. Einnig bregða fyrir umræður um óséðar tæknibrellur, litamótíf, gegnumgangandi þemu og fleira sem gæti eða gæti ekki reynst mikilvægara eftir því sem lengra á líður.

Ekki missa af...