Stórkostleg vending í lífi Guðmundar – Leggur mat til munns í fyrsta sinn í 23 ár

„Ég finn núna fyrir kulda og snertingu þegar þrýst er á handlegginn en stærstu vendingarnar þykja mér nokkuð tilkomumiklar,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, lífsþjálfi og fyrsti einstaklingur heims sem fær á sig grædda tvo handleggi. Guðmundur getur loksins neytt matar óstuddur og þykir sú þróun vera langt á undan áætlun.

Þann 14. janúar síðast­liðinn gekkst hann undir 14 tíma að­gerð þar sem tugir lækna stóðu að verki. Guðmundur birti nýverið myndbrot á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann fagnar níu mánaða afmæli nýju handanna og kveður hann að ferlið hafi gengið vonum framar á þessu stigi.

Árið 1998 lenti Guðmundur Felix í vinnuslysi er hann var við störf sem rafvirki. Í kjölfar slyssins hefur hann unnið hjörtu og hug Íslendinga og fleiri víða. Söfnun fyrir aðgerðinni gekk vel og kostaði um 40 milljónir íslenskra króna.

Guðmundur er hæstánægður með nýju vendingar aðgerðarinnar margumtöluðu. Hann fagnar þessum áfanga léttur í lund og markar það með myndbroti. „Ég get nú hreyft fingurna, sem átti ekki að geta gerst fyrr en eftir cirka tvö ár, var mér sagt,“ mælir Guðmundur. Þá lætur hann betur reyna á fullyrðingu sína í myndbrotinu að neðan.

Ekki missa af...