Sonur Sigurðar berst fyrir lífi sínu: „En það er von“ – Treystir á mátt bænarinnar

Hinn ástsæli veðurfræðingur og stjórnmálamaður, Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, á Fleyg orð á Facebook að þessu sinni hér á 24 en hann óskar eftir aðstoð Íslendinga á erfiðum tímum. Sonur hans tekst nú á við alvarleg veikindi og berst fyrir lífi sínu á Landspítalanum. Siggi stormur biðlar til Íslendinga um að senda syni hans hugheilar bænir og góða strauma.

Sigurður Þ. Ragnarsson tjá sig á einlægan hátt á samfélagsmiðlum en hann segir:

„Kæru vinir mínir á FB. Núna þarf ég á vinargreiða að halda.

„Jólin eru hátíð, hátíð ljóss og friðar og gleði. Núna er svo ekki hjá okkur hjónum, því sonur okkar, Árni Þórður, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og er haldið þar sofandi í öndunarvél og er nú að verða komin vika frá því sú staða kom upp. Um er að ræða alvarlega líffærabilun. En það er von. Jafnvel allnokkur von, að snúa megi þessari hræðilegu stöðu í aðra átt.

Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur.

Það er styrkur að eiga góða vini.

Nú þarf ég á ykkur að halda.

Að endingu gleðilega hátíð ykkur öllum til handa.

Guð blessi ykkur öll.“

Ekki missa af...