Sleginn út af laginu

Brynjar Níelsson skrifar:

Þetta líkamsræktarátak mitt hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Ég hef verið að reyna að læra á öll þessi hættulegu tæki, sem er ekki einfalt. Það fer því ekki vel í mig í viðkvæmum aðstæðum þegar sterkir strákar taka upp því skella mörg hundruð kílóa lóðum í gólfið sí svona og öskra jafnvel fyrirvaralaust.

Það hefur slegið mig svo út af laginu að ég hef þyngst um hálft kíló eftir hverja ferð í ræktina.

STÖNGIN ÞUNG EIN OG SÉR

Hef oft verið spurður að því hvað ég taki í bekk. Kraftatröllin í ræktinni settu mig á bekkinn. Mér leið vel þar enda vanur á vera á bekknum. Ég hyggst ekki upplýsa þjóðina um hvað ég tek í bekk en get sagt að stöngin ein sér er mjög þung.

Þetta var nú allt smá mál miðað við hremmingarnar þegar ég stóð allsber í sturtunni eftir allt erfiðið. Baðvörðurinn vatt sér að mér reiðilegur á svip og sagði mér að hypja mig umsvifalaust.

Ég reyndi að malda í móinn en hann sagði að þeir sem væru með svona brjóst og ekki typpi svo séð verði ættu að vera í kvennaklefanum.

Nú skil ég betur þá sem eru að berjast fyrir kynlausu búningsklefunum.

Eftir // Brynjar Níelsson, höfundur er hæstaréttardómari og fyrrverandi þingmaður

Ekki missa af...