Skipting ráðuneyta gleðileg

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Á Flokksráðsfundi í dag fór formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson yfir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og VG.

Ráðuneytin

Þar eru mörg góð mál sem ríkisstjórnin ætlar að takast á hendur og við þekkjum samstarfsflokkana og þau okkur. Við erum klár í slaginn saman.

Samningar eru niðurstaða þar sem allir gefa eftir og verði sæmilega sáttir samt sem áður. Hlakka til vinnunnar og samstarfsins.

Skipting ráðuneyta er eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðuneyti og forseta þingsins.

Utanríkisráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innanríkisráðuneytið, dómsmál-, hælisleitendur, netöryggi og tengd mál.

Loftlags- og orkumálaráðuneyti.

Nýsköpunar,- viðskipta, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

VG fær 3 ráðuneyti en þau eru:

Forsætisráðuneyti.

Félagsmálaráðuneyti.

Matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti.

Framsóknarflokkurinn fær fjögur ráðuneyti:

Heilbrigðisráðuneyti.

Innviðaráðuneyti með. samgöngu-,sveitarstjórnar-, húsnæðis og skipulagsráðuneyti.

Ferða- og menningarmálaráðuneyti.

Skólamálaráðuneyti með samþættingu barna við skólamál.

Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af...