Sitthvor löggan í sýningum

Spennu- og gamanmyndin Leynilögga með Auðunni Blöndal í aðalhlutverki verður sýnd í tveimur ólíkum útgáfum þegar hún verður sýnd í kvikmyndahúsum. Verður þá myndin annars vegar sýnd í „12+“ útgáfu og hins vegar „16+“ útgáfu, en eins og merkin gefa til kynna er önnur meira við hæfi ungmenna en hin. Þá má búast við harðara ofbeldi í rauðmerktu útgáfunni ásamt fleiru sem þykir meira við hæfi eldri hópa.

Þetta er í fyrsta skipti í íslenskri kvikmyndasögu að bíómynd sé gefin út með tvær aldurstakmarkanir en að sögn forsvarsmanna SAMbíóanna sé þetta gert „vegna tillitsemi við uppalendur“.

Leynilögga er byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar með gestahlutverk og sló myndbrotið rækilega í gegn. Það er Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og auglýsingaleikstjóri, sem er við stjórnvölinn og skrifar handritið ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni. 

Myndin var frum­sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í Locarno í Sviss í ág­úst við góðar und­ir­tekt­ir og var Hann­es viðstadd­ur frum­sýn­ingu ásamt leik­ur­um og helstu aðstand­end­um mynd­ar­inn­ar. Hún er einnig sýnd á kvik­mynda­hátíðinni í London sem hófst 5. októ­ber og verður frum­sýnd hér á landi 22. októ­ber.

„Höfðum eng­ar vænt­ing­ar um að fara með mynd­ina út fyr­ir land­stein­ana“

Í viðtali við MBL.is segir Hannes það hafi verið óvenjulegt að kvik­mynd á borð við Leyni­löggu hafi verið val­in á virðulega hátíð á líkt og þá í Locarno, hvað þá í aðalkeppnina. „List­rænn stjórn­andi hátíðar­inn­ar er eitt­hvað aðeins að skipta um gír, aðeins að gera hana að ein­hverju leyti meira „main­stream“ eða „entertain­ing“ og hann tek­ur mynd­ina alltaf sem dæmi þegar hann er að tala um að hann sé aðeins að reyna að létta hátíðina. Að velja mynd eins og Cop Secret, eins og hún heit­ir á ensku.

Við feng­um frá­bær­ar viðtök­ur úti en við höfðum eng­ar vænt­ing­ar um að fara með mynd­ina út fyr­ir land­stein­ana, við ætluðum bara að gera skemmti­lega mynd fyr­ir ís­lenska markaðinn,“ seg­ir Hann­es og tekur fram að mikil vinna hafi verið lögð í handritsskrif myndarinnar. Hannes kveður myndina vera óð til ýktra hasarmynda frá tíunda áratugnum og hafi viðbrögðs fólk í kvikmyndasal verið einróma jákvæð.

„Við höf­um gert eitt­hvað þarna sem virk­ar,“ seg­ir Hann­es og kveður myndina vera óð til ýktra hasarmynda frá tíunda áratugnum.

„Þetta er skemmti­legt form, það hafa all­ir gam­an af góðri og gam­aldags næntís-ak­sjón­mynd, þetta er nátt­úr­lega sú formúla og það er erfitt að finn­ast svo­leiðis mynd­ir leiðin­leg­ar.“

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...