Segir hjólreiðar auka lífsgæðin: „Peningasparnaðurinn er svo bónusinn“

„Þrátt fyrir gigt og verki er hreyfing mikilvæg til að minnka einkenni og viðhalda heilbrigði. Sama hreyfing hentar ekki öllum og því þarf hver og einn að finna þá hreyfingu sem hentar hverju sinni.“

Þetta skrifar Ævar, 61 árs áhugamanneskja um hjólreiðar sem greindist með slitgigt um 45 ára aldur eða í kringum árið 1995. Í pistli Ævars á Gigt.is segir hann það gefa gæfumun að notast við hjólreiðarhjálminn, að sparnaðurinn sem lífsstíl hjólreiðafólks fylgir er aðeins bónus ofan á alla aðra kosti.

„Ég hafði á þessum árum gert svolítið af því að hjóla, aðallega í grenndinni styttri leiðir. Eftir árs meðferð hjá sjúkraþjálfaranum var mér farið að líða nokkuð betur. En alltaf er það svo að ég þarf að gæta mín, gera ekkert of lengi, ekki sitja lengi, ekki standa lengi, ekki ganga langt og lykillinn að öllu, hvíla mig reglulega, verða aldrei of þreytt.

„Þrátt fyrir slit í hnjám og stál í mjöðmum þá get ég hjólað án vandræða“

Ég sótti yoga tíma hjá gigtarfélaginu og það hefur gert mér mjög gott. Þar lærði ég öndunartækni sem ég nýti mér vel. En það sem gerði gæfumuninn var hjólið og hreyfingin sem því fylgdi. Ég fór að auka hjólanotkunina smátt og smátt. Ég hef mikla þörf fyrir hreyfingu og er sterk í grunninn. Ég hef alltaf unnið mikið og verið mikið á ferðinni svo gigtin hafði mjög slæm áhrif á lífsmunstur mitt. Því var það að hjólaferðirnar voru mikil lausn,“ segir Ævar.

„Þrátt fyrir slit í hnjám og stál í mjöðmum þá get ég hjólað án vandræða. Ég á gott 21 gíra hjól sem gerir það að verkum að ég get hjólað létt upp brekkur og þannig minnkað álagið á hnén. Ég gæti þess líka að teygja reglulega. Það er ótrúlega létt að hjóla og vegalengdir hér innan höfuðborgarsvæðisins eru það stuttar að ég fer orðið flestra minna ferða á hjóli. Þetta hef ég smátt og smátt aukið og fundið hvað það hefur gert mér gott. Orkan eykst og þolið og hjartað fær að pumpa, án þess að það sé of þungt á líkamann að öðru leiti. 

Ég tek engin lyf lengur og ég sef orðið mikið betur. Að auki er svo yndislega skemmtilegt að hjóla. Í vetur keypti ég mér aftanívagn á hjólið og þannig fer ég í innkaupin, set vörurnar í vagninn. Einnig höfum við hjónin farið í lengri ferðir, t.d. uppá Kjalarnes 70 km, í Bláa lónið 90 km og fleira og ég finn hvað þetta gerir mér mikið gott. Þessi mikla og létta hreyfing léttir svo lundina og eflir mig á allan hátt.

Ég hef oft hugsað að það ættu fleiri að prófa hjólið, það þarf smá tíma að komast uppá lag með þetta og efla þrekið smátt og smátt. Ég held að fólk haldi að það sé erfiðara að hjóla en það er, því ég fæ alltaf svo sterk og mikil viðbrögð þegar ég segist hafa hjólað þetta eða hitt, eða þegar ég mæti á mannamót á hjólinu. Svo ég vil nýta þetta tækifæri og hvetja gigtarfólk til að prófa hjólið, veður er hugarfar og vegalengdir eru líka hugarfar. Nú hjóla ég allt árið, set nagladekk á hjólið yfir veturinn. Brátt fer manni að finnast það meira vesen að ræsa bílinn og keyra styttri vegalengdir en bara að setjast á hjólið og bruna af stað.

Nú hjóla ég allt árið, set nagladekk á yfir veturinn. Peningasparnaðurinn er svo bónusinn sem eykur enn á ánægjuna. Þið ættuð bara að prófa!“

Ekki missa af...