Ritstjórnarstefna

24 – ÞÍNAR FRÉTTIR er fjölmiðill sem leggur áherslu á dýpt og gæði í efnisvali. 24 er frjáls og óháður fjölmiðill sem alfarið er í eigu starfsmanna miðilsins.  

Á 24 – ÞÍNAR FRÉTTIR verður stunduð öflug rannsóknarblaðamennska, birt áhugaverð viðtöl sem og rætt við fólk um allt það áhugaverða og jákvæða sem á sér stað í samfélaginu. 

24 – ÞÍNAR FRÉTTIR hafa hagsmuni og áhuga almennings í forgrunni en ekki fyrirtækja, stofnana, sérhagsmunahópa eða stjórnmálaflokka. Eitt mikilvægasta gildi ritstjórnar 24 er sannleikurinn og að spegla íslenskan veruleika á raunsannan og faglegan hátt. Einn helsti hornsteinn lýðræðisins er að upplýsa lesendur með slíkum hætti. 

Blaðamenn 24 – ÞÍNAR FRÉTTIR hafa þessi gildi í huga þegar kemur að fréttaumfjöllun.