Ríkisstjórnin bætir við sig

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22.2% fylgi og er það tveimur prósentustigum minna en við síðustu Alþingiskosningar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst hærri í þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Þá styðja 60% ríkisstjórnina og er það tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun.

Framsóknarflokkurinn sem var einn af sigurvegurum síðustu kosninga mældist með 17.5% en það er tveimur tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna mældist 13.9% og bætir flokkurinn við sig rúmum tveimur prósentustigum frá síðustu mælingu.

Fylgi Pírata mældist 12.4% og er það nær óbreytt frá síðustu mælingu og fylgi Samfylkingarinnar mældist tveimur prósentustigum hærra en í síðustu mælingu og er nú 11.1%

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6.2%, tæpum tveimur prósentustigum minna en í síðustu mælingu og Miðflokkurinn heldur áfram að dala og missir 2% og er nú 4.2%. Sósíalistaflokkur Íslands bætir örlítið við sig, fer úr 3.3% í 3.75.

Þá bætir ríkisstjórnin við sig en í síðustu könnun sögðust 57.6% styðja ríkisstjórnina en nýtur nú eins og áður segir stuðnings 60% þjóðarinnar.

Ekki meiða pabba minn!

Glennugangur kvenna

Á þessum degi… 28. nóvember

Ekki missa af...