Ótrúleg þvæla Elísu: „Hún fullyrðir að núverandi bankakerfi sé öruggt“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ótrúlegt að hlusta á hagfræðing Viðskiptaráðs í Bítinu á Bylgjunni. Hún fullyrðir að samfélagsbankar gangi ekki upp og að núverandi bankakerfi sé öruggt. Ragnar skrifar:

„Það er ótrúlegt hvernig talsfólk fjármálakerfisins kemst ítrekað upp með að fullyrða hluti sem standast enga skoðun. Elísa Arna Hilmarsdóttir hagfræðingur hjá Viðskiptaráði fullyrti í Bítinu að samfélagsbankar gengu ekki upp í prinsippinu, en núverandi bankakerfi væri öruggt.“

Ragnar segir að reynsla Þjóðverja sýni vel að þetta er þvæla. „Í fyrsta lagi eru samfélagsbankar reknir við góðan orðstýr víða um heim og njóta mikils trausts. Má þar nefna Sparkasse í þýskalandi sem á sér um 200 ára sögu og mikill meirihluti Þjóðverja er í viðskiptum við og nýtur yfir 80% trausts, þveröfugt við íslenskt fjármálakerfi sem skrapar botninn í trausti,“ skrifar Ragnar.

Hann bætir við að í ljósi sögunnar sé eðlilegt að efast um fullyrðingar um ágæti núverandi kerfis. „Hún fullyrðir að núverandi bankakerfi sé öruggt, mætti minna hana á skelfilegar afleiðingar þess þegar þeir fóru á hliðina 2008 og hvað það kostaði íslenska skattgreiðendur sem tóku á sig tapið. Tala nú ekki um 15.000 fjölskyldur sem misstu heimili sín með skelfilegum afleiðingum sem seint verða metin til fjár.

Þó Viðskiptaráð sé löngu búið að gleyma þessari sögu þá eru ennþá tugþúsundir einstaklinga enn að glíma við afleiðingarnar.“

Ekki missa af...