Ólympíuleikar jarðhitans: „Draumbátur sem felur í sér von og birtu“

Heimsþingi Alþjóða jarðhitasambandsins, sem staðið hefur yfir í Hörpu frá því á sunnudag, er formlega lokið. Lokayfirlýsingu ráðstefnunnar, svokallaða Reykjavíkuryfirlýsingu, kynnti Marit Brommer, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins. Það voru þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, ásamt Dr. Guðna A. Jóhannessyni, fyrrverandi orkumálastjóra, sem afhentu Andreu Blair, forseta Alþjóða jarðhitasamtakana, og Marit Brommer, framkvæmdastjóra Alþjóða jarðhitasamtakana, matslykilinn með formlegum hætti við setningu Heimsþingsins.

Í Reykjavíkuryfirlýsingunni eru settar fram meginreglur og tilmæli til alþjóðlega jarðhitageirans, um að efla sinn hlut í orkuskiptunum sem verðmætaskapandi, hreinn og hagkvæmur orkugjafi sem þjónar öllu samfélaginu og loftslaginu. Settar voru fram eftirfarandi meginreglur, tilteknar sem úrslitaatriði fyrir sjálfbæran vöxt jarðvarmaverkefna um allan heim á komandi jarðhitaáratug.

Reykjavíkuryfirlýsingin miðar að því að styrkja grunninn að sjálfbærum vexti jarðvarmalausna með því að mynda sameiginlega framtíðarsýn fyrir jarðhitageirann og breiðan hóp hagsmunaaðila á heimsvísu.

Heimsþingið hefur jafnan verið haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans.“ Næsta þing verður haldið í Kína 2023 en mikil framþróun hefur verið í nýtingu jarðhita þar í landi á undanförnum árum.

Óður til sólarinnar

Dr. Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins í Reykjavík, og Hildigunnur Thorsteinsson, varaformaður nefndarinnar, afhentu Fang Hua, fulltrúa kínversku sendinefndarinnar á ráðstefnunni formlegt hlutverk gestgjafans með því að rétta honum afsteypu af listaverkinu Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason. Verkinu hefur verið lýst með eftirfarandi hætti:

„Sólfarið er óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, leit, framþróun og frelsi. Það er draumbátur sem felur í sér von og birtu.“

Þau skilaboð sagði Bjarni viðeigandi fyrir grein sem vinnur að framþróun jarðhitavinnslu með ábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi. Auk þess afhenti Andrea Blair, forseti Alþjóða jarðhitasambandsins, þeim fagurlega útskorna ár frá Nýja Sjálands, sem líkt og Sólfarið minnir á leið á góðan áfangastað.

Um tvö þúsund gestir voru skráðir á þingið og var rúmur helmingur þeirra viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegnum fjarfundabúnað. Á ráðstefnunni var auk Reykavíkuryfirlýsingarinnar tilkynnt að Alþjóðasamtök jarðhitavinnslu og vatnsaflsvinnslu ætli framvegis að vinna saman að því að tryggja sjálfbærni endurnýjanlegrar orkuvinnslu.

Tilkynningin var hluti af afhendingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóða jarðhitasamtakanna á matslykli um sjálfbæra jarðhitanýtingu (Geothermal Sustainability Assessment Protocol, GSAP) sem þróaður hefur verið hér á landi síðustu ár.

Hildigunnur Thorsteinsson og Bjarni Pálsson, sem fóru fyrir íslensku undirbúningsnefndinni, afhenda kínversku sendinefndinni leiðtogahlutverkið fyrir næstu ráðstefnu með táknrænum hætti en listaverkið Sólfarið þykir fela í sér von og birtu. 
Íslenska undirbúningsnefndin afhenti kínversku sendinefndinni leiðtogahlutverkið fyrir næstu ráðstefnu með táknrænum hætti en listaverkið Sólfarið þykir fela í sér von og birtu en einnig færði Andy Blair, forseti Alþjóða jarðhitasambandsins, þeim fagurlega útskorna ár frá frumbyggjum Nýja Sjálands sem einnig táknar færsæla för. 

SVONA HLJÓMAR REYKJAVÍKURYFIRLÝSINGIN

Reykjavíkuryfirlýsingin (The Reykjavik Declaration), gefin út 27. október 2021, setur fram meginreglur og tilmæli til hins alþjóðlega jarðhitageira, um að efla sinn hlut í orkuskiptunum sem verðmætaskapandi, hreinn og hagkvæmur orkugjafi sem þjónar samfélaginu, almenningi og loftslaginu.

Samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar, Net Zero by 2050, er jarðhitageirinn ekki á réttri braut við að takmarka hækkun heimshita við 1,5. Þrátt fyrir það eru vaxtarmöguleikar tífaldir fyrir hitastýringarlausnir og áttfaldir á raforkumarkaði fyrir 2050, samkvæmt IRENA (International Renewable Energy Agency), alþjóðlegri stofnun um endurnýjanlega orku. Ennfremur segir sameiginleg orkuyfirlýsing (Energy Compact), sem gefin var út af IRENA og Alþjóða jarðhitafélaginu (International Geothermal Association, IGA) að þreföldun á jarðvarma til hitastýringar sé möguleg fyrir 2030.

Við stöndum hins vegar frammi fyrir því verkefni að greiða fyrir framgangi sjálfbærrar jarðvarmaorku og tryggja vöxt jarðvarmageirans á ábyrgan hátt. Reykjavíkuryfirlýsingin miðar að því að styrkja grunninn að sjálfbærum vexti jarðvarmalausna með því að mynda sameiginlega framtíðarsýn fyrir jarðhitageirann og breiðan hóp hagsmunaaðila á heimsvísu.
Á heimsráðstefnu Alþjóða jarðhitasambandsins (World Geothermal Congress) 2020+1, sem haldin var í Reykjavík 24. til 27. október, 2021, voru eftirfarandi meginreglur tilteknar sem úrslitaatriði fyrir sjálfbæran vöxt jarðvarmaverkefna um allan heim á komandi jarðhitaáratug.

MEGINREGLUR

Sjálfbær jarðvarmaorka veitir viðvarandi ávinning til samfélagsins, almennings og loftslagsins.
Jarðvarmaverkefni skulu ávallt veita ávinning til samfélagsins, almennings og loftslagsins og ávallt skal liggja fullkomlega ljóst fyrir hver sá ávinningur er.

Jarðvarmavirkjanir skulu leita leiða til að takmarka ekki framleiðsluna við rafmagn heldur nýta tilfallandi aukaafurðir, samfélaginu öllu til góða.

Jarðvarmaverkefni sem nota beinan jarðvarma ættu að leitast eftir að fá aðra aðila í samfélaginu til liðs við sig og kynna ávinninginn markvisst.

Sjálfbær nýting jarðvarma kallar á samvinnu hagsmunaaðila.

Viðurkenning á því að sérhvert jarðvarmaverkefni er einstakt og háð staðbundnum aðstæðum, krefst sértækrar reynslu og bestu starfsvenja á heimsvísu. Að finna aftur upp hjólið og draga ekki lærdóm frá alþjóðasamfélaginu er óþarfa áhætta fyrir þá aðila sem standa að þróun jarðvarmanýtingar og samfélagsins í heild.

Jarðvarmaverkefni sem eru þróuð í samfélögum frumbyggja og í umhverfislega viðkvæmu landi skulu tilgreina hagsmunaaðila í samfélaginu og vinna í samvinnu við þá að hagsmunamálum þeirra.

Jarðvarmaverkefni þurfa að vera með stærra sniði, engu að síður ætti einnig að horfa með opnum huga að kerfissamþættingu með öðrum endurnýjanlegum orkulausnum og vekja athygli hagsmunaaðila á ávinningi þess með virkum hætti.

Sjálfbær nýting jarðvarma stuðlar að því að markmið náist í sjálfbærri þróun.

Sjálfbær jarðvarmaverkefni styðja við að öll markmið í sjálfbærri þróun náist og leggja sérstaka áherslu á heimsmarkmið nr. 7, sem er að tryggja öllum aðgang að öruggri orku á viðráðanlegu verði.

Tilmæli til ráðamanna
Upplýsingaöflun um þarfir, tækifæri og skort.
Aðgangur að gögnum um jarðvarma verði öllum opinn.

Alþjóðasamfélaginu verði gert kleift að deila með sér gögnum um jarðvarma á staðlaðan hátt.
Þetta stuðlar að aukinni nýtingu sjálfbærrar jarðvarmaorku.

Hvetja þarf til sjálfbærni

Efla metnað og setja skýr markmið fyrir notkun endurnýjanlegrar orku, bæði til rafmagnsframleiðslu og hitastýringar.

Stuðningur ólíkra hagsmunaðila er nauðsynlegur fyrir aukna nýtingu sjálfbærrar jarðvarmaorku. Tryggja þarf stuðning frá nærsamfélaginu og almenningi og kortleggja loftslagsmarkmið í stefnumörkun varðandi endurnýjanlega orku.

Tryggja þarf að fjármagni sé beint í sjálfbær jarðvarmaverkefni í veitumannvirkjum sem fyrir eru með grænum fjármögnunarleiðum, stefnumörkun sem hvetur til sjálfbærni og viðurkenndum viðmiðum samfélagsábyrgðar er varðar umhverfismál, samfélags- og stjórnunarhætti, eða ESG mælikvarðann (ESG – Environmental, Social and Governance).

Leitast eftir að upplýsa um ávinning og kosti sjálfbærrar jarðvarmanýtingar

Kynna mikilvægi jarðvarmanýtingar á mun stefnufastari hátt en hingað til svo ráðamenn hafi betri þekkingu og upplýsingar um það sem jarðvarmi hefur upp á að bjóða og hvernig nýting hans getur beislað losun og hamlað gegn loftslagsbreytingum.

Kynna og vekja athygli á jarðvarma, sem landfræðilega staðbundnu auðkenni og áhrifum hans á heimsvísu, á staðlaðan hátt.

Gera grein fyrir jarðvarmaorku og ávinningi hennar til handa hagsmunaaðilum, sem standa utan sjálfbæra orkugeirans, með uppbyggjandi og forvirkum hætti.

Reykjavík, 27. október, 2021
Undirritað af Dr. Bjarna Pálssyni, formanni skipulagsnefndar, og Andrea Blair, forseta Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association).

Ekki missa af...