Níu ára sorgarafmæli

Í dag eru níu ár liðin síðan þjóðin greiddi atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Enn bolar þó ekkert á nýrri stjórnarskrá en málið hefur verið meðal helstu þrætueplum þjóðarinnar í tæpan áratug sem er liðinn. Málið hefur vafalaust veikt trú margra á lýðræði á Íslandi.

Þjóðin greiddi atkvæði þann 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs en ráðið var skipað þjóðþekktum Íslendingum. Í ráðinu sátu meðal annars:

Andrés Magnússon, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þ. Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson.

Ráðið hafði verið kosið af þjóðinni í kosningum til stjórnlagaþings tveimur árum áður en Hæstiréttur dæmdi kosningarnar ólögmætar.

Sá úrskurður hefur hlotið talsverða gagnrýni en dómarar fundu meðal annars að pappaskilrúmi sem var notað við kosninguna. Þáverandi stjórnvöld fóru því þá leið að breyta heiti þingsins í Stjórnlagaráð og bjóða sömu mönnum seta í því og hlutu kosningu til stjórnlagaþingsins.

Hvað sem því líður þá komst ráðið að einróma niðurstöðu, þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir fólksins. Þjóðinn var nokkuð sammála og niðurstaða kosninganna fyrir áratugi nokkuð afgerandi. Um helmingur þjóðarinnar mætti á kjörstað, 48,9 prósent, sem er nokkuð minna en gengur og gerist. Þetta voru þó 115.890 manns sem mættu og tóku afstöðu til eftirfarandi spurninga:

  1. „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
  2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
  3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
  4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
  5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
  6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?”

Vilji þjóðarinnar var afgerandi en ákvæðið um þjóðkirkju var það eina þar sem algjör meirihluti var ekki sammála. Um 67 prósent sögðu já við fyrstu spurningunni og 83 prósent við þeirri næstu. Rétt ríflega helmingur, eða 57 prósent, sagðist vilja ákvæði um þjóðkirkjuna. Flestir voru svo sammála um að heimila persónukjör, eða 78 prósent. Um 66 prósent vildu að atkvæði kjósenda myndi vega jafn þungt. Svo voru 73 prósent sem vildu hafa geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

KATRÍN GEFST EKKI UPP

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur verið áberandi í baráttu fyrir því að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Þá  heldur Katrín fram að gamla stjórnarskráin sé úrelt og að sumu leyti hættuleg. Píratar hafa einnig látið til sín taka en Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði í samtali við RÚV að flokkurinn tæki aðeins þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem ætluðu sér að innleiða nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

SORGARAFMÆLI

Á síðasta ári safnaði Katrín Oddsdóttir ásamt Samtökum kvenna tugþúsundum atkvæða eða 43.025 þar sem skorað var á Alþingi að ganga í málið. Undirskriftalistinn var opinn til 19. október og var afhentur þann 20. Október en þá voru átta ár liðinn frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Við það tilefni sagði katrín:

Skjáskot af vef RÚV

„Við vildum fagNa þessu afmæli sem er samt líka sorgarafmæli, að þetta hafi ekki verið virt.“ Þá sagði Katrín einnig: „Við verðum að berjast fyrir því að hér sé í alvörunni lýðræði á þessu landi og að það sé ekki boðað til kosninga nema ætlunin sé að virða niðurstöður þeirra. Það myndi engum detta í hug að blásið væri til Alþingiskosninga og niðurstöðurnar hundsaðar. Þetta er alveg jafn alvarlegt.“

Katrín sagði í öðru viðtali við Ríkisútvarpið árið 2019:

„Allt vald sprettur frá þjóðinni. Þið megið ekki ráða hvaða völd þið hafið, þið fáið það bara að láni.“

Ekki missa af...