Nafnlaus þvættingur án vafa ættaður frá Davíð

Björn Birgisson skrifar:

Það fer í taugarnar á Davíð Oddssyni að hneykslið í Norðvesturkjördæmi eigi að rata til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Það fer í taugarnar á þeim manni að erlendir sérfræðingar í lögum fjalli um íslensk málefni – íslenskt klúður.

En löngum hefur verið sagt að heimsk séu heimaalin börn.

Úr Staksteinum dagsins:

**********

„Það er út af fyrir sig viðeigandi að frambjóðandi Viðreisnar, sem ekki náði kjöri til Alþingis, skuli ætla að „vísa málinu“ til erlends dómstóls, Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þetta er viðeigandi vegna þess að Viðreisn hefur það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi undir erlent vald. Og Viðreisn getur ekki beðið eftir að þessi áform nái fram að ganga, heldur kýs að taka forskot á sæluna og afsala völdunum fyrirfram út fyrir landsteinana.“ – Nafnlausir Staksteinar

**********

Davíð Oddsson er sérlega ómerkilegur maður og þessi nafnlausi þvættingur því án nokkurs vafa ættaður frá honum.

Sagt er að hann sé að hætta sem ritstjóri Morgunblaðsins.

Það væri mikil blessun að losna við manninn úr almennri umræðu, umræðu sem hann er með öllu ófær um að taka þátt í af einhverju viti.

Hann gerir engan greinarmun á sannleika og lygi frekar en aðrir siðleysingjar.

**********

„ Viðreisn hefur það á stefnuskrá sinni að koma Íslandi undir erlent vald.“

**********

Það þarf mjög bíræfinn óþokka til að slá svona  kjaftæði fram.

Viðreisn vill aukið samstarf við ESB – komast í farsælt samstarf hátt í 30 Evrópuríkja.

En við hverju er að búast?

Davíð Oddsson hefur til þessa ekki séð neitt athugavert við framferði Samherja í Namibíu.

Það sjónarhorn er ágætis siðferðismælikvarði.

Eina lífsvon Morgunblaðsins er að losna við Davíð Oddsson.

Björn Birgisson er kennari og fyrrverandi ritstjóri.

Ekki missa af...