Myndasyrpa af Reykjavík frá áttunda áratugnum

Reykjavík er lítil borg. Þó hún stækki ört hefur höfuðborgin alltaf verið smá, sérstaklega í samanburði við nágrannaþjóðir okkar.

Það er þó alltaf skemmtilegt að skoða aftur í tímann, hvernig nákvæmlega borgin hefur breyst.

Á áttunda áratug síðustu aldar voru þessar myndir teknar úr hinum ýmsu hverfum Reykjavíkur. Ólafur Ólafsson tók þessar myndir og gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra á 24.

Hér má sjá myndir úr miðbænum, Laugardalshverfinu, Breiðholti, Kópavogi og fleiri stöðum.
Þekkir þú alla staðina?

Horft frá Lækjartorgi. Gamla Morgunblaðshúsið er í bakgrunni.
mynd af þjóðleikhúsinu
Horft í áttina að Arnarhóli og Þjóðleikhúsinu
Stjórnarráðið og Bankastræti. Umferðinni er stýrt aðeins öðruvísi í dag.
mynd af versluninni adam
Verslun Adam að Laugavegi 47.
Laugavegur frá Vitastíg. Gula byggingin er Kjörgarður.
Lækjargata með Stjórnarráðið í bakgrunni.
Austurstræti við Veltusund.
Hvað var til sölu hér?
Óheppinn aðili fær sekt á Laugavegi
mynd af tugthúsinu
Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Það var byggt árið 1872 og var því elsta starfandi fangelsi Íslands.
Borgin hefur breyst mjög mikið, það er á hreinu.
mynd af laugardalshöll
Höllin er einmanaleg án bygginga í kringum sig.
mynd af laugardalnum
Tjaldstæðið í Laugardag og Laugardalshöll.
Brúnavegur niður að Sundlaugavegi. Rétt sést í Laugardalslaug fyrir miðju myndar.
mynd af háskólabíó
Háskólabíó er nú umkringt byggingum
Gnoðarvogurinn í köldum vetrarlitum
Umhverfi Austurvallar er gjörbreytt.
Meðlimir hópsins Gamlar Íslenskar Myndir voru nokkuð vissir um að þessi mynd væri tekin á Vatnsmýrarvegi.
Fellablokkirnar í Breiðholti.
Bílastæði Kjarvalsstaða þéttsetið af klassískum bílum.
Horft frá Vesturbrún niður á Laugarásveg.
Hjólhýsi hjá Kleppsvegi við Vatnagarða
mynd af kópavogi
Horft yfir götur í Kópavogi.

Ekki missa af...