Mynd dagsins: Varúð! Stormur og hættulegar hviður á morgun!

Mynd dagsins að þessu sinni á veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson. Þar dregur Einar morgundaginn saman í eina mynd. Búist er við kröftugum stormi á morgun, einkum suðvestan- og vestanlands. Einar segir:

„Hittir líka fremur illa á tíma dagsins, verður í hámarki á á milli kl. 12 og 15. Það byrjar að hvessa upp úr kl. 7 í fyrramálið og um kl. 9 verður kominn stormur og skeinuhættar hviður á þessum þekktu stöðum um kl. 9.“

Von er á úrkomu eftir hádegi en um það leyti er búist við þýðu á láglendi en þó ekki á heiðarvegum. Einar segir:

„Þar verður að líkindum blindbylur um tíma með mikilli ofankomu, skafrenningi og reiknað er með allt að 22-25 m/s í meðalvindi á Hellisheiðinn eftir hádegi. Hlánar undir kvöld og eitthvað fyrr i Þrengslum.“ Þá segir Einar að lokum:

„Áætlaðar tímasetningar breytinga hér kunna vitanlega að hnikast eitthvað til morguns.“

Ekki missa af...