MYND DAGSINS: Hver er maðurinn með grímuna?

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir átti gott spjall við 24 um grímur og grímunotkun í gær. Aðspurður hvort hann ætti einhverja eftirlætisgrímu talaði hann um að heima við slær hann stundum á létta strengi og setur upp gríngrímur.

Þórólfur sendi 24 mynd sem sýnir eina af gríngrímum hans. Hann tók það fram að gríman var aldrei notuð í aðstæðum þar sem smithætta var fyrir hendi.

Hættan er þó ekki farin að hans mati.

„Ég hugsa að ég muni áfram nota grímu ef ég er í þrengslum. Þá þar sem ég er innan um fólk sem ég þekki ekki og ekki hægt að halda eins metra fjarlægð eða ef það er jafnvel illa loftræst.“

Sjá einnig: Ætlar þú að losa þig við grímuna?

Ekki missa af...