Mynd dagsins: Hallgrímur festi dulúðlega veru á filmu í Kópavogi

„Þessi var tekin 21. september árið 2017. Klukkan var þá 23:20. Myndin er fest á filmu frá Digranesheiði í Kópavogi,“ segir ljósmyndarinn Hallgrímur P. Helgason í samtali við 24. Hallgrímur á mynd dagsins hjá okkur á 24 að þessu sinni og er um magnaða listasmíð að ræða.

Hallgrímur deildi myndinni upphaflega á samfélagsmiðlum og þar hafði hann þetta að segja um myndina.

„Ég er búinn að eyða nokkuð hundruð nóttum hérna í leit að norðurljósum. Það kemur fyrir að ég fanga eitthvað óvenjulegt.“

Óhætt er að taka undir þau orð en myndin er mikil listasmíð, kraftmikil og dulúðlegur blær á sveimi.

„Hér virðist ljósakóngurinn sjálfur vera heldur ósáttur við að fá ljósgeislann beint upp í nefið,“ segir Hallgrímur og vísar í geislann frá friðarsúlunni sem staðsett er í Viðey. Hallgrímur bætir við kankvís: „Þarna virðist John Lennon blanda sér í málið.“

Lesendur dæmi nú hver fyrir sig, sjáið þið andlit í ljósahafinu?

Ekki missa af...