Mynd dagsins: Er Sölvi Tryggva að nota grímuna rétt?

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður virðist lítið gefinn fyrir að hylja nef með andlitsgrímu á fjölmennum vettvangi, líkt og ráðlagt er samkvæmt landlækni. Nýverið hafa ljósmyndir af Sölva borist á milli fólks á samfélagsmiðlum, hvar deilt er um hvort Sölvi sé að nota sóttvarnargrímuna rétt.

Grímur skila ekki tilætluðum árangri ef þær hylja ekki bæði nef og munn og ná niður fyrir höku, en þetta eru á meðal þeirra atriða sem hafa þarf í huga varðandi grímunotkun samkvæmt vef landlæknis.

Ritstjórn 24 barst þessar ljósmyndir en heimilldir herma að fjölmiðlamaðurinn hafi verið staddur í versluninni Jack & Jones í Kringlunni og þótti þar auðþekkjanlegur með grímuna á andlitinu. Þetta var á laugardag þann 11. desember.

Svo virðist sem að Sölvi tilheyri sívaxandi hópi sem telji að nóg sé að bera grímuna undir nefinu.

Sölvi hélt úti hlaðvarpsþátt­un­um Podcast með Sölva Tryggva og voru þætt­irn­ir á meðal vin­sæl­ustu hlaðvarpsþátta á Íslandi þar til í vor. Sölvi hætti með hlaðvarpsþætt­ina í vor eft­ir að tvær kon­ur stigu fram og sökuðu hann um of­beldi.

Sölvi varði sig í frægum hlaðvarpsþætti ásamt þáverandi lögmanni sínum en síðan leitaði hann sálrænnar aðstoðar. Í kjölfarið flaug hann til Spánar og reyndi að njóta lífsins þar.

Í júlí 2021 gekk myndband um samfélagsmiðla sem íslensk kona tók en fyrir tilviljun virtist hún hafa náð myndskeiði af Sölva skokkandi á sólarströnd þegar hún ætlaði að mynda vinkonu sína.Sjá einnig: Þetta þarft þú að vita um grímurGrímuskylda hefur víða þótt hitamál hjá fólki frá upphafi kórónuveirufaraldursins og einnig deilt um gagnlegt gildi sóttvarnargríma til að sporna gegn COVID-19. Fyrst í stað voru mörg lönd mótfallin því að mæla með grímunotkun, þar sem vísindin gátu ekki sagt fyrir um með óyggjandi hætti hvort grímurnar gerðu gagn. Þá tókst vísindamönnum að safna saman niðurstöðum alls 172 vísindagreina um gagnsemi grímna í baráttunni við COVID-19, auk niðurstaðna rannsókna á öðrum sambærilegum veirum, á borð við MERS og SARS.

Í niðurstöðum þessum blasir svarið við: Gríma minnkar hættuna á kórónuveirusmiti um 85 hundraðshluta að meðaltali.

Hvað finnst þér, er Sölvi að nota grímuna rétt?

Þann 25. nóvember sendi Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir minn­is­blað sitt til heil­brigð­is­ráð­herra um að slaka á aðgerðum en þá höfðu sjö manns greinst með veiruna dag­inn áður. Svip­aður eða minni fjöldi dag­ana á und­an. Til stóð að slaka á aðgerðum og var grímuskylda jafnvel afnumin um tíma og tvö þúsund manns leyft að koma saman.

Ekki missa af...