Mikilvægt að konur og karlar í stjórnmálum sé myndarlegt: Tæta í sig klæðaburð pólitíkusa

Brynjar Níelsson og Guðni Ágústsson segir Íslendinga eiga góða stjórnmálamenn en lenska sé að tala þá niður. Guðni segir stjórnmálamennina tala sig mest niður sjálfir. Undir það tekur Brynjar og telur það einkum áberandi nú í seinni tíð.  Þá séu margir þingmenn sem sýni Alþingi vanvirðingu og óvirðingu með því að vera ekki sómasamlega til fara. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar og Guðna í Áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.

„Þeir bera ekki lengur virðingu fyrir sér,“ sagði Guðni og Brynjar tók undir það og bætti við: „Ekki fyrir Alþingi heldur.“

Þá barst talið að klæðaburði Alþingismanna. Guðni sagði:

 „Þú getur ímyndað þér, íslenskir hestamenn ríða sparibúnir til keppninnar, dómararnir fara í hempu og menn bera virðingu fyrir sér en þingmennirnir eru bara í fjósafötum, svona upp til hópa. Nú er ég ekki að biðja um að stjórnmálamenn gangi um eins og þeir gerðu í gamla daga með hatt og í svörtum fötum, það þætti kannski hrokafullt, en það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu myndarlegir, bæði karlar og konur, hvar sem þeir koma.“

Brynjar bætti við:

„Sumir gera mjög lítið úr þessu og finnst þetta mjög gamaldags en þetta er eitt af því sem skiptir alltaf máli í mínum huga, að sýna öðru fólki og stofnuninni virðingu.“

Ekki missa af...