„Mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft“

144 einstaklingar greindust með COVID-19 í gær. Fimmtíu greindust á Akranesi en upp til hópa hafa ekki fleiri greinst í svo miklum mæli í þrjá mánuði.

Aðeins tvisvar áður hafa svo margir greinst á einum degi en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni og íhugar leiðir til að bregðast við. Þetta kemur fram á vef Vísis en hermt er eftir Þórólfi:

„Þetta er mest smitandi afbrigði veirunnar sem við höfum haft og veldur verstum veikindum þannig að við erum akkúrat í þeim leik. Ef við hefðum ekki haft þessa útbreiddu bólusetningu þá værum við í enn verri stöðu.“

Sjá einnig: Gríman gæti snúið aftur

Aðspurður hvort kæmi til greina að leggja til hertar aðgerðir innanlands á ný segir sóttvarnarlæknir að nú þurfi landsmenn að taka höndum saman af nauðsyn. „Ég held það þurfi allir að hugsa það hvað þurfi að gera til að stoppa þetta. Og við vitum hvað þarf til,“ segir Þórólfur.

Um aðgerðir innanlands segir Þórólfur að sér fyndist óæskilegt að aflétta öllu 18. nóvember og bendir í því samhengi á stöðuna erlendis.

„Mikil uppsveifla í Danmörku og Danir eru að íhuga að koma með takmarkanir aftur,“ segir Þórólfur.

„Uppsveifla í Noregi. Það er ákall frá Rúmenum, þeir eru að senda gjörgæslusjúklinga milli landa af því þeir hafa ekki pláss fyrir þá sjálfir. Við viljum ekki lenda í því þannig við þurfum að grípa í taumana áður en allt fer í strand.“

Sjá einnig: Svona þekkir þú muninn á flensu, kvefi og COVID

Hvað segja lesendur 24?

Taktu þátt í könnun: 

Finnst þér eiga að létta af öllum takmörkunum?

Ekki missa af...