Lögreglan hættir á Facebook: „Lokafærsla frá okkur til ykkar“

Lokafærsla frá okkur til ykkar – Lögreglan á Suðurnesjum hættir á Facebook. Þannig hljóða skilaboð lögreglunnar á Suðurnesjum til þeirra 18.514 sem líkað hafa við síðuna. Í tilkynningunni kemur fram að Persónuvernd hafi gert athugasemdir við hvernig lögreglan nýtir samfélagsmiðla og þá sérstaklega móttöku upplýsinga á Facebook. Í tilkynningunni segir:

„Öflug persónuvernd er lögreglunni á Suðurnesjum kappsmál og leggjum við áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Lögum samkvæmt ber okkur að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt.“

 Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring.

Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á og við bendum fólki jafnframt á netfang okkar [email protected] og 112.is þar sem brugðist er við erindum um leið og þau berast.“

Við þökkum íbúum Suðurnesja sem og landsmönnum öllum fyrir samfylgdina síðastliðin 10 ár sem einkar ánægjuleg og skemmtileg.

Yfir og út.“

Ekki missa af...