Launafólk yrði sagt galið ef það myndi segja það sama og Elísa

Í viðtali í þættinum Ísland í bítið í morgun sem ég var í kom fram hjá hagfræðingi frá Viðskiptaráði að arðsemi Viðskiptabankanna þriggja hafi verið að meðaltali 11,25% á síðustu árum og það væri bara alls ekkert „óeðlileg“ arðsemiskarfa hjá fyrirtækjum á íslenskum vinnumarkaði.

Sjá einnig: Ótrúleg þvæla Elísu: „Hún fullyrðir að núverandi bankakerfi sé öruggt“

Ok ef það er ekkert óeðlileg arðsemiskarfa fyrirtækja á fjármagn sé slíkt, hvað myndi Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins segja ef launafólk myndi heimta arðsemiskröfu á vinnulaun sín sem myndu nema 11,25% á ári?

Ég veit að launafólk yrði kallað galið ef slík krafa yrði höfð uppi.

Mikilvægt að muna að þeir sem standa undir þessari gríðarlegu arðsemiskröfu bankanna og fyrirtækja er launafólk, heimili og neytendur.

Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Ekki missa af...