Könnun: Ætti að banna spilakassa?

Stúdentaráð lagði fram tillögu um að loka spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Stjórnarformaður Happdrættisins segir það ranga ákvörðun, að háskólinn þurfi að fjármagna sig þess í stað með skólagjöldum. Ekki er stoð fyrir því í lögum segja bæði rektor og formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.

Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, sagði á dögunum það grafalvarlegt að stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands hóti stúdentum með skólagjöldum ef spilakassar hverfa á braut.

Hún vísar þar í erindi stjórnarformanns happdrættisins, Eyvindar G. Gunnarssonar, á fundi Stúdentaráðs þann 8. apríl síðastliðinn. Í erindi sínu gagnrýndi hann harðlega tillögu ráðsins um að hætta rekstri spilakassa. DV birti upptöku af erindi hans. 

Auk þess að segja að skólagjöld myndu koma í stað þeirra tekna sem spilakassar hafa hingað til veitt, líkti hann spilafíklavandamálinu við alkóhólisma og gagnrýndi afstöðu Stúdentaráðs þar sem ráðið rekur meðal annars Stúdentakjallarann. 

Happdrættið hefur verið starfrækt síðan árið 1933. Háskólinn hefur reist 24 byggingar með fjármagninu samkvæmt Stúdentaráði.

„Það sem er að opinberast þarna er í rauninni það sem við hjá samtökunum höfum haldið fram lengi, að menn eru algjörlega búnir að missa sjónar af upphaflegum tilgangi þessara leyfa,“ segir Alma í samtali við 24.

Sjá einnig: Ekki hægt að túlka þetta sem annað en hótun“

Hvað finnst þér?

Á að banna spilakassa?

Ekki missa af...