Könnun: Á að neyða fólk til að taka þriðja bóluefnaskammtinn?

18 einstaklingar eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 samkvæmt vef Landspítala, fjórum færri en fyrir tveimur dögum. Fjórir eru á gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Meðalaldur þeirra sem liggja inni vegna COVID-19 er 57 ár. Alls eru nú 1.783 sjúklingar skráðir á COVID-göngudeild Landspítala, þar af 511 börn sem eru nú í einangrun.

Senn fer að líða að því að allir landsmenn verði boðaðir í þriðju bólusetninguna gegn plágunni sem þarf ekki að kynna. Stefnt er að því að bólusetja 160 þúsund manns fyrir 8. desember. Sumir hundsa hins vegar boðið. Sú ákvörðun hefur þó áhrif á fleiri en þann sem ekki mætir.

Raddir sem kalla eftir því að fólk verði skyldað í bólusetningu verða sífellt háværari. En hvað segja lesendur við því?

Á að neyða fólk til að taka þriðja bóluefnaskammtinn?

Ekki missa af...