Kippist þú til í svefni? Þetta er skýringin á því

Flestir kannast eflaust við að hafa einhvern tímann verið alveg við það að sofna þegar þeir vakna við að líkaminn kippist til, höfuðið tekur snöggan kipp eða fótur sparkar. Þetta getur verið mjög óþægilegt og mörgum bregður við þetta. En af hverju gerist þetta?

Gaby Badre, prófessor og sérfræðingur í ýmsu er varðar svefn, ræddi nýlega við blaðamann Daily Mail um þetta og reyndi að varpa ljósi á af hverju þetta gerist. Badre sagði að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Þetta sé ekki óalgengt.

Badre sagði að svefn sé þannig að þegar léttum svefni sleppi þá taki djúpur REM-svefn við en það er þá sem okkur dreymir. Þegar við náum því stigi þá lamast vöðvarnir en það er einmitt ástæðan fyrir að við sleppum okkur sjaldan í svefni og öskrum eða æpum.

En ef við erum stressuð, mjög þreytt eða ef svefnmynstur okkar er mjög óreglulegt þá getur það truflað svefnryþma okkar og við komist á REM-svefnstigið áður en líkaminn er tilbúinn til þess. Þess vegna verða draumarnir villtari og þar sem vöðvarnir eru ekki komnir í algjöra slökun þá fer líkaminn að kippast til.

Badre sagði að það væri þó ekki mikið sem fólk þyrfti að gera til að forðast að lenda í þessu. Hann sagði að besta ráðið væri að reyna að temja sér gott svefnmynstur sem sé alltaf hið sama. Hann sagði að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu, sumir yrðu áhyggjufullir og það væri eðlilegt en það væri samt engin ástæða til að hafa áhyggjur.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...