Karlmennskuspjallið lokað: „Ég hef það bara alls ekki gott“

Karlmennskuspjallinu hefur verið eytt eftir að 24.is birti ítarlega umfjöllun um hvað færi fram í þeim umdeilda Facebook félagsskap. Þetta hefur verið staðfest af fyrrum meðlimum hópsins. Einn stjórnenda hópsins ber sig illa og segir að hann hafi það „bara alls ekki gott“

Meðlimir voru rúmlega sjö hundruð og í grúppunni fór fram svæsin og óvægin hatursorðræða. Á síðustu mánuðum hafði fjölgað stöðugt í hópnum og var gengið sífellt lengra í að tala á niðrandi hátt um hina ýmsu minnihlutahópa.

Sækja þurfti sérstaklega um inngöngu í hópinn. Upprunalega átti hópurinn að vera svæði fyrir karlmenn til að ræða karlmennsku og hvað annað sem því tengist. Ein af reglum hópsins var að umræðan átti að vera uppbyggileg. Fljótlega breyttist umræðan, varð öfgakennd og þolendum kynferðisbrotamála var nánast í engum tilfellum trúað og konur lítillækkaðar á ýmsan hátt.

Við leit að hópnum kemur nú aðeins upp eftirfarandi villumelding:

Umfjöllun 24 um hópinn hefur skapað mikla umræðu á samfélagsmiðlum. Hópurinn varð fyrir miklu aðkasti og kröfðust margir þess að fá aðgang að meðlimalista Karlmennskuspjallsins. Facebook síðan knúz.is birti félagatalið stuttu eftir frétt 24.

Blaðamaður hafði samband við Baldur Garðarsson líffræðing og kennara sem hefur verið áberandi á Karlmennskuspjallinu. Baldur vildi lítið tjá sig en sagði í samtali við 24:

„Viltu ekki bara gera mér einn greiða, taka þetta blað, troða því upp í rassgatið á þér og láta mig í friði.“

24 hafði samband við Símon Wiium, einn af stjórnendum hópsins um lokun þessa hóps.

„Ég hef það bara alls ekki gott, eins og mætti kannski ímynda sér. Ég veit ekkert hvort sé búið að loka þessum hópi. Ég vil ekkert tjá mig um það við ykkar miðil,“ segir Símon.

Ekki missa af...