Kærastinn bætir við kílóum

Margir sem hafa átt kærasta eða kærustu kannast við að hafa þyngst eftir að ástarsambandið varð að veruleika.
Pör fara að hafa það huggulegt saman, borða sælgæti, góðan mat og jafnvel áfengi með og áður en varir fer kílóunum fjölgandi.

Sumir hafa kallað þetta „ástarþyngd“ og kannski er það orð að sönnu. Þetta þykir rannsóknarefni eins og margt annað og vísindamenn hafa að sjálfsögðu rannsakað málið. 1.000 manns tóku þátt í breskri rannsókn á hvaða áhrif ástin hefur á þyngdina.

Miðað við svör þátttakendanna þá byrja flestir að þyngjast eftir að hafa verið í föstu sambandi í þrjú ár. Þátttakendurnir þyngdust að meðaltali um 1,8 kíló þegar komið var inn á þriðja árið í sambandinu en þá telst sambandið að sögn vera orðið þægilegt og fólk er orðið öruggt um sig í návist hvors annars.

En eftir því sem fram kemur í Daily Mail þá er þyngdaraukningin ekki einskorðuð við þetta því enn fleiri kíló bættust við þegar fólkið hafði verið saman í sjö ár en þá nam þyngdaraukningin um sjö kílóum.
Til samanburðar má geta þess að aðeins 18 prósent þátttakendanna þyngdust eitthvað að ráði á þeim tíma sem pörin voru nýástfangin.

Í heildina þyngdust 66 prósent paranna eftir að af ástarsambandi varð og nær undantekningarlaust var það vegna þess að annar aðilinn tók upp slæmar matarvenjur hins aðilans.

Það mætti því álykta sem svo að það sé auðveldara að halda þyngdinni í skefjum með að vera einhleyp(ur) en á hinn bóginn sýndu niðurstöður rannsóknarinnar einnig að það gekk vel hjá mörgum pörum, sem höfðu þyngst saman, að léttast saman.

Hver leynist undir brúnni?

Hver leynist undir brúnni?

Engar hryllingssögur

Birtu bara bréfin Drífa

Lífið í miðjunni

Ekki missa af...