Jón Gnarr ákveðið að stofna nýjan stjórnmálaflokk: „Hoppaðu um borð“

„Ég hef ákveðið að stofna nýtt pólitískt partí: Lestarflokkurinn.“

Þetta segir leikarinn, spéfuglinn og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr á Twitter og á hann Tíst dagsins hjá okkur á 24.is. Jón Gnarr stofnaði Besta flokkinn sem bauð fram í sveitastjórnarkosningum árið 2010 og náði sex borgarfulltrúum og Jón varð borgarstjóri. Flokkurinn starfaði yfir eitt kjörtímabil eða þar til í maí 2014. Margir úr besta flokknum gengu yfir í Bjarta framtíð.

Þegar Jón startaði Besta flokknum töldu margir að um sprell væri að ræða en smám saman mældist Besti flokkurinn með marktækt fylgi. Hvort alvara sé á bakvið lestarflokkinn verður ekki fullyrt um hér en Jón Gnarr er þegar kominn kominn með tvö slagorð:

„Ekki hellast úr lestinni“ og „Hoppaðu um borð“.

Jón segir á Twitter:

„Þetta er einsmáls flokkur og mun bara pæla í lestarsamgöngum á Íslandi. ég er strax kominn með slagorðin: Stökktu á lestina með Lestarflokknum! engir meðlimir, bara farþegar #TeamTrain

Ekki missa af...