Jón Baldvin sýknaður af ákæru fyrir kyn­ferðis­lega á­reitni

Jón Bald­vin Hannibals­son, fyrr­verandi sendi­herra og ráð­herra, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af ákæru fyrir kyn­ferðis­lega á­reitni á Spáni sumarið 2018. Frá þessu greindi Fréttablaðið í morgun.

Car­men greindi fyrst frá hinu meinta atviki, sem átti sér stað á Spáni, í við­tali við Stundina. Þar sagði hún frá því hvernig Jón Bald­vin á­reitti hana kyn­ferðis­lega á heimili hans og eigin­konu hans í bænum Salobreña í Anda­lúsíu þann 16. júní 2018 að loknum leik Ís­lands og Argentínu í heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu.

Við aðal­með­ferð málsins fór Héraðs­sak­sóknari fram á tvo til þrjá mánuði í skil­orðs­bundnu fangelsi yfir Jóni Bald­vin Hannibals­syni, fyrr­verandi ráð­herra.

Jón Bald­vin hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og sagt að brotið hafi verið sviðsett. Hann fór fram á að málinu yrði vísað frá og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það þar sem brotið sem ákært er fyrir var framið utan íslenskrar lögsögu. Landsréttur vísaði málinu aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem meira en fjórar vikur liðu frá því að að munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna lauk þar til úrskurður var kveðinn upp.

Við aðal­með­ferð málsins í októ­ber síðast­liðnum velti Jón upp tveimur mögu­legum skýringum á hvers vegna matar­boðið ör­laga­ríka leystist upp. Annars vegar hafi það verið vegna ölvunar og hins vegar hafi hann verið leiddur í gildru.

Ekki missa af...