Jólakraftaverk Guðmundar: Setti sér háleitt markmið fyrir 2 vikum

Fyrir um tveimur vikum síðan setti Guðmundur Felix Grétarsson sér háleitt markmið. Fyrir flesta þykir það sjálfsagt að snæða hátíðarmatinn án aðstoðar. Í huga Guðmundar var langþráður draumur að rætast þegar hann gæddi sér á jólasúpunni einn og óstuddur í fyrsta sinn frá árinu 1998.

Ekki er liðið ár síðan að Guðmundur Felix fékk grædda á sig tvo handleggi. Aðgerðin fór fram þann 14. janúar síðast­liðinn og stóð yfir í 14 tíma..

Árið 1998 lenti Guðmundur Felix í vinnuslysi er hann var við störf sem rafvirki. Í kjölfar slyssins hefur hann unnið hug og hjörtu fólks um alla heimsbyggðina. Guðmundur Felix fagnar þessum áfanga léttur í lund og segir:

„Ég setti mér markmið fyrir um tveimur vikum síðan. Markmiðið sem ég setti mér var að borða jólasúpuna sjálfur. Hafðu þetta jólasúpa þín!“

Ekki missa af...