„Jarðýtu yfir Garðabæ og þá getum við haldið gleðileg jól“

Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með COVID-19 hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi.

Enn og aftur má rekja ófarir Íslendinga í baráttunni við COVID til efri millistéttar, en svo virðist sem sprenging í smitum nú megi rekja til bæjarfélagsins.

Líkt og frægt er orðið þá barst plágan til Íslands með fólki sem var að koma úr skíðaferðalagi í Austurríki. Svo má nefna þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gómaður af lögreglunni á Þorláksmessu í fyrra.

Margir ýmist fordæma eða gera grín að þessu á Twitter í dag en það má segja að Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, hafi riðið á vaðið. Hún lýsir Garðabæ, sem löngum hefur talist höfuðból efrimillistéttar, sem pestarbæli.   

Ekki missa af...