Íslendingurinn óstöðvandi: Skemmtilegt myndband sem sýnir fótboltaæfingu í hríðinni

„Mér fannst þetta svo klikkað,“ segir Aldís Dagmar Svarkur, íbúi í Breiðholti, en hún fangaði þetta stutta myndband sem sýnir fótboltaæfingu í miðri snjóhríð.

„Þeir eða þær eða þau væru bara úti að æfa eins og ekkert væri!“ segir hún í samtali við 24. “Bara svo súper íslenskt eitthvað.“

Myndbandið er vissulega óskýrt sökum hundslappadrífunnar, en ef fylgst er með sést að á upplýstum vellinum er æfing í gangi.

Þau okkar sem æft hafa keppnisíþróttir þekkja kannski ekki annan veruleika, en þetta kemur spánskt fyrir sjónir margra.

Ísland hefur áður vakið athygli fyrir þrautseigju við íþróttaiðkun. Árið 2017 fjallaði breski fjölmiðillinn The Guardian um leik sem var háður í hrikalegu veðri, svo lítið sé sagt.

Ekki missa af...