Hver er eiginlega þessi maður?

Nú eru yfir 80 dagar liðnir frá talningarklúðrinu í Norðvesturkjördæmi.

Klúðrið var allt skrifað á einn mann, Inga Tryggvason.

Rökstuddur grunur um svindl?

Talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi vakti gríðarlega mikla athygli og skapaði ótrúleg vandræði í meintu lýðræðislandinu, en nú þarf að setja stórt spurningamerki við það lýðræði.

Framganga formanns yfirkjörstjórnar í kjördæminu, Inga Tryggvasonar, hefur vitaskuld vakið alveg sérlega mikla athygli, enda í fyrsta sinn í nútímasögunni sem rökstuddur grunur er um kosningasvindl af ráðnum hug.

En hver er þessi maður sem allan tímann sýndi af sér fádæma hroka og lítilsvirðingu fyrir lagabókstafnum?

Fasteignasali sem dæmir með hamarshöggum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði Inga í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness frá 31. ágúst 2020. Ingi Tryggvason lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989 hefur meðal annars starfað sem fulltrúi við Héraðsdóm Vesturlands 1994-1998 og á því tímabili verið í nokkur skipti settur héraðsdómari.

Frá árinu 1999 hefur hann rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu og samhliða því sinnt ýmsum stjórnsýslustörfum.

Ómarktækir dómar dómara

Hver er staða Inga Tryggvasonar nú eftir allt sem gengið hefur á?

Held að hún sé bara ágæt – alla vega séð af hans sjónarhóli!

Hann hefur verið að kveða upp dóma Í Héraðsdómi Reykjaness og ef túlkun hans á mikilvægi laga er þar eitthvað í líkingu við túlkunina á lögum um meðferð kjörgagnanna á kosninganótt – þá er þess ekki að vænta að þeir dómar séu marktækir.

Kíkirinn á blinda augað

Það skiptir máli hverjir stjórna!

Íslensk yfirvöld dómsmála hafa enn ekki komið auga á neitt misjafnt í framferði Samherja í Namibíu, sem er nokkuð merkilegt, því allir aðrir hafa séð margt ljótt og virkilega ólöglegt í því framferði!

Íslensk yfirvöld dómsmála hafa enn ekki komið auga á neitt misjafnt í framferði Inga Tryggvasonar sem var einn í um hálftíma að dunda við að breyta atkvæðaseðlum þar til betri úrslitum hafði verið náð.

Já, það skiptir máli hvernig þeir sem stjórna setja kíkinn fyrir blinda augað!

Höfundur er kennari og fyrrverandi ritstjóri

Ekki missa af...