Hvað fannst þér um Skaupið? – Taktu þátt í könnun

Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess.

Í Skaupinu að sinni var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp það undarlega ár sem 2021 var, líkt og árið áður. Á klukkutímanum var gert stólpagrín að grímuskyldu, áhrifum heimsfaraldursins á íslenskt samfélag; allt frá afléttingum takmarkana til mismunandi tegunda bóluefna, að ógleymdum mannaferðum að eldgosinu í Geldingadölum. Þá voru einnig tekin skot á Kastljós, íslensk hlaðvörp, Lilju Alfreðsdóttur, Squid Game og Þjóðhátíð, svo dæmi séu nefnd.

Höfundar Áramótaskaupsins þetta árið eru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal leikstýrir Skaupinu líkt og í fyrra.

Hvað fannst þér um Skaupið?

Sjá einnig: Þetta sögðu Íslendingar um Skaupið: „GÆSAHÚГ

Ekki missa af...