Hvað er rauði bletturinn á Júpíter?

Það eru nokkur eftirminnileg kennileiti í alheiminum. Gígarnir á tunglinu, rauði litur Mars og djúpblár litur Neptúnusar.

Tvö frægustu kennileitin eru hins vegar hringir Satúrnusar og rauði blettur Júpíters. Sá blettur hefur vakið athygli störnufræðinga og annarra í mörg ár. Úr hverju er hann? Hvað leynist þar undir?

Lifandi Vísindi skýra hér málið.

Á STÆRÐ VIÐ JÖRÐINA

Júpíter er ekki með fast yfirborð eins og jörðin eða Mars. Hins vegar samanstendur ysta lag hans af gastegundum sem eru á sífelldri hreyfingu.

Rauði bletturinn er líklega háþrýstisvæði þar sem gastegundirnar hreyfast með mun meiri krafti.

Bletturinn er umtalsvert kaldari en umhverfi hans og rís upp frá umlykjandi svæði. Í honum hafa mælst hreyfingar sem eru meira en 100 metrar á sekúndu og talið er að þessi stormur sé knúinn af varmauppsprettu úr iðrum Júpíters. 

Stærsta pláneta sólkerfisins er umkrind tunglum – vísindamenn hafa talið allavega 79. Þessi mynd var tekin af geimfarinu Voyager í febrúar árið 1979.

Rauðir bletturinn snýst rangsælis og umferðartími hans er sex dægur. Stærð hans er breytileg og getur verið allt að 40.000 kílómetra breiður sem er á stærð við jörðina.

Litir blettsins sem trúlega stafa af fosfór, eru breytilegir milli þess að vera ljósrauðir og dökkrauðir. Menn hafa séð þennan rauða blett allt frá því á 15. öld en nokkrar vísbendingar eru um að tími hans sé að renna sitt skeið á enda. 

SVARTUR BLETTUR NEPTÚNUSAR

Samkvæmt nýjustu tölvulíkönum mun hann leysast upp einhvern tímann í framtíðinni, kannski innan tíu ára.

Það sama gerðist með svokallaðan svartan blett sem fannst á Neptúnusi. Svarti bletturinn var kerfi storma rétt eins og á Júpíter og það var Voyager sem uppgötvaði hann þegar könnunarfarið fór fram hjá Neptúnusi árið 1989.

Neptúnus er fjarlægasta pláneta sólkerfisins, ef Plútó er ekki með talinn.

Undir lok síðustu aldar var ekki hægt að greina þennan svarta blett.

Ekki missa af...