Hvað er mRNA?

Það er skemmst frá því að segja að bóluefni gegn COVID-19 séu umdeild. Hópar leggjast gegn notkun þess af ýmsum ástæðum, heilsufarsógn og frelsissvipting eru á meðal þeirra. Ýmis konar upplýsingaóreiða er á ferð og flugi um netheima, bæði um innihald bóluefnanna og um afleiðingar þeirra.

Þá sérstaklega er það hinn svokallaði mRNA hluti. Hvað nákvæmlega felst í honum? Lifandi Vísindi kafa í málið fyrir okkur.


VINNUDÝR FRUMUNNAR

mRNA (ens: messenger mRNA og ísl: mótandi mRNA) hefur því mikilvæga hlutverki að gegna að vera boðberi frumnanna og án mRNA gæti ekkert lif þrifist.

Virkni frumunnar er stjórnað innan úr frumukjarnanum, þar sem er að finna erfðavísa frumunnar, þ.e. DNA hennar. Þarna inni eru erfðavísar gerir virkir og óvirkir, allt eftir því hvað fruman hefur þörf fyrir.

Virkir erfðavísar senda fyrirmæli frumunnar og boð um hvaða prótein skuli byggja. Próteinin eru vinnudýr frumunnar og sjá til þess að starfsemin sé í lagi.

DNA yfirgefur aldrei frumukjarnann sjálft. Þess í stað er mRNA notað sem eins konar sendiboði sem kemur skilaboðum erfðavísanna á framfæri.

Utan frumukjarnans sendir mRNA fyrirmæli áfram til ríbósómanna, sem eru próteinframleiðendur frumnanna.


mRNA ER BOÐBERI FRUMUNNAR

Erfðavísar okkar gera boð eftir mRNA í hvert sinn sem þörf er fyrir að senda fyrirmæli og byggingaleiðbeiningar til frumnanna.

1. Erfðavísarnir umrita mRNA

Þegar erfðavísir er virkjaður í frumukjarnanum losna DNA-strengirnir hvor frá öðrum. Uppbygging DNA-strengjanna er afrituð og hún flutt inn í mRNA-sameind.

2. mRNA yfirgefur frumukjarnann

mRNA flyst frá frumukjarnanum og safnast saman í frumuvökvanum með hjálp ríbósóma. Ríbósómin lesa upplýsingar úr mRNA-sameindinni og hefja framleiðslu á prótíni.

3. Próteinframleiðslan hefst

Jafnframt því sem ríbósómin lesa úr mRNA, er próteinið byggt upp úr nákvæmlega réttum amínósýrum í réttri röð, eins og DNA-lykillinn segir fyrir um.

Ríbósómin nota mRNA sem fyrirmæli um hvernig skuli byggja upp nýtt prótein. Þegar próteinið hefur verið gert og mRNA hefur lokið sínu hlutverki brotnar það niður og unnt verður að endurnýta sama byggingarefni til að gera nýjar mRNA-sameindir.


mRNA GEFUR FYRIRMÆLI UM KÓRÓNAPRÓTEIN

Kórónabóluefnin fela í sér mRNA sem gefa ríbósómunum í vöðvafrumum okkar fyrirmæli um að byggja upp svokölluð gaddaprótein. Veiran SARS-CoV-2, sem veldur sjúkdóminum covid-19, notar gaddapróteinin til að sýkja frumur okkar.

Þegar mRNA í bóluefninu fyrirskipar ríbósómunum að framleiða þetta ókunnuga prótein á það þátt í að styrkja ónæmiskerfið, því þegar það kemst í tæri við gaddapróteinið skynjar það próteinið sem aðskotaefni og ónæmisfrumurnar fara að framleiða mótefni gegn því.

Mótefnin gagnast ónæmiskerfinu með því að bregðast hraðar við og af auknum mætti, ef ske kynni að SARS-CoV-2-veiran á einhverju stigi ætti eftir að ráðast á líkamann.

Ekki missa af...